Andvari - 01.01.1907, Síða 39
Tómasar Sæmundssonar.
33
andi, svo hver sem færi gegnurn staðinn gæti séð og
keypt sem hann lysti. (Tók og hinn enski kaup-
maður, sem var í ferð okkar porcelainsvörur þár fyrir
5000 spesíur og gekk það niður eftir Elfunni til Ham-
borgar og þaðan til London). Hér mátti lita alls-
konar ílát, sem nöfnum tjáir að nefna og með hinni
margvíslegustu lögun, úr porcelaini gjörð, dýrt og
ódýrt að því skapi sem hvað var vandað til, málað,
gylt, pentað eða ómálað. Hið málaða sýndi sérílagi
andlitsmyndir nafnfrægra manna, lifandi og dauðra,
fögur héruð til og frá um Iönd, nafntogaðar bygging-
ar og stórhýsi o. s. frv., alt til að gera hlutina út-
gengilega, fýsilega og uppfræðandi. Var það snild
að sjá, liversu vel og fínlega var frá mörgu shku
gengið ; enda voru þar diskar af vanalegri borðdiska-
stærð, sem kosta skyldu 30—40 spesíur; yrði þá ekki
öllu dýrara þó væru úr silfri eða gulli; getur og
livorki fágað silfur né gull jafnast við þvílíkt að feg-
urð, en kostur þessa siðar[nefnda | um frarn hitt er
þar í, að það hvorki er hrothætt né ónýtt að heldur,
þó því hlekti á.
Þegar við nú höfðum dvalið stundarkorn í Meis-
sen, liéldum við áleiðis til Dresden. Maður fer þar
yfir langa brú norður yflr Elfuna og fer maður úr
því upp með henni að norðan, oftast rétt við flæð-
armál; eru altaf lil vinstri fyrir ofair veginn holt
og hæðir; sumstaðar eru upp á þau klungur nolck-
ur upp frá veginum; á öðrum stöðum eru þau afiíð-
andi og liggja [þá] framan í þeim víngarðar, sem ég
nú sá í fyrsla sinn. Eru þetta liin norðlægustu hér-
uð, hvar vín[yrkju] er að finna í Norðurálfunni, og
aðeins á litlu svæði upp með Elfunni, einasta að
norðan; sunnan megin er landslagið áþekt, en þar er
ekki vín[viðurj, þar eð það ei liggur svo vel við sólu;
og þegar landið tekur rneira að liækka inn með Elf-
unni, hættir [vínyrkjan] aftur aldeilis; öll löndin beint
Andvari XXXII. 3