Andvari - 01.01.1907, Síða 43
Tómasar Sæmundssonar.
37
[hershöfðingja], og var það hér sem hann féll, er
þýzkir með honum í broddi fylkingar gerðu áhlaup
á Dresden 1813, 'nokkrum dögum fyrir bardagann
við Leipzig, en Saxar og Napóleon vörðust frá staðn-
um; sér enn í mörgum veggjum fallstykkiskúlur, sem
dunið hafa á í hríð þeirri.
Göturnar í Dresden eru þröngar mjög og þó vel
sléttar og húsin feykihá; er því næsta myrkt víða
um staðinn; alt var þó vel þokkalegt. Ýmis eru þar
falleg torg, og þó mest haft við það, sem liggur strax
suður af suður-brúarsporði, en fyrir vestan bakkann;
stendur á því miðju hin pápiska kirkja og er það
hús viðhafnarmest í Dresden; heíir það kostað að
smíði meira en 600 þúsund spesíur. — — — Turn
er mikill við kirkjuna; hið innra hennar er
glæsilegt mjög, og eru ölturu með hliðveggjum
undir flestöllum gluggum. Höfuðaltarið er fyrir gafli
og er upp frá því hins nafnkenda málara Mengs
snildarverk, Krists uppstigning. Margar eru aðrar
fagrar kirkjur í Dresden og fór ég upp í turn einnar
til að njóta hinnar fögru útsjónar. Strax fyrir sunn-
an liina pájjisku kirkju og áfast við hana er kongs-
garðurinn. Er að honum lítil prýði, því það er gamal-
dagssmíði og samanbægslað af mörgum ólíkum pörtum;
eru þar á ýmsum stöðum geymd hin lconunglegu
snildar og kjörgripasöfn. — — Vestast [í staðnum]
á Elfarbakkanum liggur ágætis fagur kongsgarður,
sem heitir Japans- eða hin japaniska höll. Geymist
i höll þessari hið konunglega porcelainssafn, hinar
grísku og rómversku fornmenjar og bókahlaðan; um-
hveríis höllina er hinn inndælasti lystigarður og er
torvelt að fmna fegri stað. — — —
Saxlands háskóli er í Leipzig, en margar eru
samt í Dresden mentunarstiftanir, og fjöldi mikill
er þar alls konar mentunarsafna; sá ég flest öll þeirra.
Fyrst gekk ég að sjá hið náttúrusögulega safn, því