Andvari - 01.01.1907, Qupperneq 49
Tómasar Sæmundssonar.
43
og láíæði, og vera ei eins sérfærir. Safnasl fólk mjög
á helgum dögum og þegar gott er veður [til] lund-
anna umhverfis staðinn; liafa konurnar þangað á rúm-
lielgum vinnu sína og börn með sér og setjast sam-
an í flokka til að samræða; og er þá tekið til neyzlu
brauð og smjör, thevatn, öl o. þvíl., líka er þar drukkið
hið innlenzka vínið; kemst það þó hvorki að gæð-
um né verði til jafns við hvað maður getur fengið
vín keypt á vinhúsum í Khöfn; á helgum eru í lund-
um þessum dansar, söngvar, gleðispil og alls konar
skemtun. Konur eru í Dresden aðdáanlega fríðar og
sá ég þar ekki ófrítt stúlkuandlit, jafnt meðal allra
stétta; heíir fátt á ferð minni undarlegra fyrir mig
komið, en live stór munur þess var í Berlín og þar;
sýnist það og víða, að kvenfólk sé svo bundið til
náttúrunnar, að fríðleikur þess fari mikið eftir fegurð
liennar; vinnukonur í Dresden búa sig snoturlegar
en víðast annarsstaðar og áþekt kaupstaðarkonum á
íslandi; þær eru berliöfðaðar með greiðu í hárflétt-
um, hafa úlpur með víðum ermum, oft kragalausar
og bryddar um hálsmái með þremur saumum á baki
sem karlkjólar og felling ein á baki fyrir neðan svuntu-
band, sem aldrei er utanyfir, heldur undir stélinu;
láta þær oft úlpuna flaka frá sér og er hún þá sem
nokkurs konar drengja stuttkjóll; fat og svunta er sem
hjá oss. Úlpan er oftast dökkleit eða bláleit, hin fötin
margvísleg að litblendni eftir kringumstæðum.
Eitt er lestrarfélag í Dresden, sem tekur öllum
fram, sem ég hefi fundið á Þýzkalandi; gekk ég strax
inn í það. Heitir sá Arnold, sem fyrir því er, og er
bóka- og snildarverka-verzlari í bænum. Má þar fá
til lesturs ýmisleg þýzk og útlend dagblöð, mánaðar
og ársrit, og flestar nýjar bækur, sem út koma inn-
an lands; var mér nytsöm tímadvöl [þar að vera],
er ekki var annað fyrir hendi.
Ég hafði ætlað mér, áður ég skildi við Dresden,