Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 69
Tómasar Sæmundssonar.
63
Dóná til Vínarborgar. Var áður mælt, að engum
væri leyft yfir takmörkin milli beggja þessara landa
nema liann dveldi þar í hreinsunarhúsinu (Quaran-
taine) nokkurn tíma, svo sjá mætti, hvort hann væri
heill eða ekki; reyndist mér og síðar þetta sannara.
Af þessu flaut, að ég varð nú að hraða ferð minni,
hvað ég gat, að mig ekki brysti peninga á veginum,
þar eð ég ekki hal'ði liugsað um þetta, er ég útbjó mig
til Wienar-ferðar í Berlin, og tók því þar ei meira en
svo, að ég vel kæmist beina leið til Wien, hvar ég
næst átti peningavonir. En krókurinn lengdi veginn
um 12—13 þingmannaleiðir og tímann áður ég næði
til Wien um hér um [bil] 14 daga, þó alt hel'ði geugið
sem ætlað var. Og þetta var nú afráðið. — —
Þó þessi liðni dagur hefði verið ærið skemtileg-
ur loru þó tveir hlutir öðru vísi fyrir mér, en ég vildi
og deyfðu nokkuð gleðina. Hinn fyrri var sá, að
þegar við barón Eichstádt, sem höfðum tekið stofu
saman, vorum að klæða okkur um morguninn, kom
inn til okkar skeggrakari einn ogbauð sina þjónustu;
lók ég því [boðij, og er hann liafði lokið starfi sínu
og ég frétti um launin, ákvað hann nokkur »Groschen«;
þótti mér þelta ærið heimt íyrir lílið handarvik,
lireytti í hann peningunum og sagðist um leið eng-
um vini mínum ráða mundi að þiggja hans starl';
sagði hann þá, og þó með hægð, að það ælti ei sam-
an að borga sér of mikið og gefa sér um leið sneið
fyrir hvað hann heimti ranglega. Sá ég þá, að þetta
orð brúkaðist þar í annari merkingu, en það hafði
verið brúkað deginum áður um alt Þýzkaland, er ég
hafði yfirfarið þangað til, og var »Groschen« hér 4
eða 5 sinnum minna; liafði þvi manntetrið ekki kraf-
ist meira en hann álti og rétt var. Iðraðist ég fram-
hleypni minnar og má það færa lil dæmis upp á,
hvað varlega maður verður að fara í ókunnu landi.
Lengur l)jó ég að því, að gryntist vinskapur okk-