Andvari - 01.01.1907, Síða 80
74
Af' suðurgöngu Tómasar Sæmundssonar.
ur þaðan næsia dag suður eflir Bayern og kemur til
Miinchen eftir tveggja daga ferð að kveldi hins 27.
s. m.. Frá Munchen sá til fjalla í suðri (Alpafjall-
anna í Tyról). »Gat ég ekki neitað mér um að
kynna mér betur þessi dæilegu fjöll, sem héðan að
sjá í fjarlægð risa upp af sléttunum og frá landsuðri
til útnorðurs byrgja sjóndeildarhringinn .... þau
fyrstu eiginlegu fjöll, sem ég heíi séð síðau ég seinast
sigldi fram hjá Noregi [haustið 1829], geysiliá með
snjó á kolli«. Héll hann því eftir sjö daga ánægju-
lega og lærdómsríka dvöl í Múnchen áleiðis til Salz-
bnrg og kom þar eftir tveggja daga ferð að kveldi
hins 4. septbr. Var hann hér þrjár nætur og kom
til Linz (við Dóná) eftir tveggja daga ferð, að kvöldi
hins 8. s. mán.. í Linz dvaldi hann aðeins nóttina,
fram á næsta dag, og liélt síðan með ílutninga-skipi
niður eftir Dóná og kom loks til Wien, eftir þriggja
daga siglingu í inndælasta veðri, að kveldi hins 11.
sept.. En frá Wien gat hann ekki slitið sig fyr en eftir
tæpa 2 mánuði, eða 6. nóv., er hann aftur hóf göngu
sína. Fór liann nú eins og leið liggur suður um Neðra-
Austurríki, Steiermarck og Krain, og kom til Triest
við botn Adríahafs eftir 10 daga ferð. Eftir þriggja
daga dvöl í Triest, liélt hann vestur yflr Adríaháf til
Venedig og stóð þar við í 5 daga alls, þaðan til
Padúa og Fc.rrara, fyrsta staðar í landi páfans, sem
þá var. Frá Ferrara liélt hann íil Bologna, og eftir
tveggja nátta dvöl þar til Flórens, og hélt hann þar
kyrru fyrir í viku. Hinn 6. desember kvaddi liann
Flórens og kom loks til Rómaborgar eftir fimm daga
ferð, liinn 10. desember. — Þar dvaldi hann l’ram í
marzmánuð um veturinn, er hann tók sig upp að
nýju og hélt suður eftir ítaliu til Neapel. En um
þá ferð skal ég ekki orðlengja hér.