Andvari - 01.01.1907, Page 81
Um æskuárin og íslenskan
Eftir
líoga Th. Melsteð.
I.
Það er gleðilegt, að áliugi er að vakna meðal lands-
manna á mentamálinu. Margir sjá, að við svo iniið
má eigi standa lengur umbótalaust og eru því teknir
að liugsa um uppfræðslumálið, einkum uppfræðslu
barna. Það er orðið deginum ljósara, að þekking er
nauðsynleg til allra framfara, og að það er lífsnauðsyn
fyrir oss að fylgja öðrum þjóðum á framfaraskeiði
þeirra, meira að segja að keppa við þær í ýmsum
greinum, sem varða velferð og liag lands vors og
lýðs. Eftir sex alda bringsól, kjmslóð eftir
kynslóð, á sama hátt, sem undanfarandi k}rn-
slóð, er nú þjóðin farin að vakna, framfarir að byrja
og vorgróður að koma í margt.
Á næsta alþingi munu skólamál eflaust verða
i'ædd, bæði kennaraskólamálið og barnauppfræðslu-
málið. Þau mál liafa þegar verið rædd allmikið og
eru töluvert undirbúin, enda ætla jeg eigi að fjölyrða
um þau. En það er ljóst, að enginn maður getur
fengið næga mentun á barnsaldrinum til þess að