Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 82
70
Um æskuárin
verða dugandi og sjálfstæður maður í þjóðfjelaginu.
Fyrir því vil jeg minnast dálítið á þann kafla af æfi
mannsins, sem kemur á eftir barnsaldrinum, æsku-
skeiðið, og hvernig eigi að menta menn á því.
Jeg vil tala um lýðháskóla, því að engir skólar
liafa reynst almenningi eins liollir, og góðir lýð-
liáskólar.
Nokkrir ungir landar vorir liafa gengið á lýð-
háskóla í Danmörku og fáeinir í Noregi og þekkja
þá a( eigin reynd. Sjálfur hef jeg hcimsótl fjóra lýð-
háskóla og haldið fyrirlestra úr íslands sögu á Askovs
æðri lýðháskóla. Nokkrir íslendingar hafa rilað
góðar greinar um lýðháskóla, svo sem Guðmundur
Hjaltason, Jón Jónsson, Sigurður Pórólfsson, Matlhías
Jochumsson. Ef einhverjir landar mínir vilja kynna
sjer lýðháskólamálið af bókum, vil jeg einkum l)enda
þeim á tvær bækur; er önnur þeirra eftir hinn góð-
fræga skörung, lýðháskólastjóra Ludvig Schröder
í Askov og heitir »Den nordiske Folkehöjslcole« (Km.
höfn 1905, útgefin af »Udvalgel for Folkeoplysningens
Fremme«. Verð 5,75), en liin eptir hinn nafnkunna
norska kennimann Christopher Bruun og lieitir
»Folkelige Grundtankere, (Kristjania. Alb. Cammer-
meyer. Verð 3 kr.).
Menn hafa tekið eflir því fyrir löngu og viður-
kenl það, að barnsaldurinn og æskuskeiðið er
livort fyrir sig sjálfstæður kafli af æfi mannsins, eiga
þeir báðir rjett til þcss að fá að njóta sín. Christoplier
Bruun hefurí bólc sinni lýst vel og fagurlega bernsku-
og æsku-skeiðinu og breytingarárum þeim, sem eru
þar í milli. Jeg skal geta hjer um dálítið af því,
sem hann segir.
Flestir fullorðnir menn minnast bernskuáranna
með gleði og fleslir þeirra liafa yndi af börnum, því
að engin gleði er svo innileg og algjör eins og barns-
gleðin, engin lirygð og sorg svo heil og óskipt sem