Andvari - 01.01.1907, Side 94
88
Um æskuárin
óðalsdóndi, Tesdorph að nafni, sagði 1858 um fje
það, sem varið væri til lýðháskólans í Rödding. Hon-
um þótti þeir menn, sem gengið hefðu á skólann,
vera nýtari menn en aðrir. I5að var líka orð og að
sönnu. Lýðháskólarnir hafa hafið dönsku bænda-
stjettina á æðra menningarstig en nokkra aðra bænda-
stjett í heimi. Sökum menningar þeirrar, sem hún
hefur náð, græðir liún nú tugi miljóna kr. á hverju
ári fram yfir bændur annara þjóða og það, sem
ella mundi. Hjá þeim hændum, sem liafa gengið á
lýðháskóla, er meiri hýbýlaprýði en öðrum bændum.
Sökum þeirrar menningar, sem danskir bændur hafa,
eiga þeir nú næga menn sín á meðal til þess að
sækja ríkisþingið af hálfu þeirra. Bændur eru þar
fjölmennastir og ráða mestu, enda stjórna bændur
nú Danmörku.
Áður en lýðháskólarnir komu til sögunnar, voru
ílestir ríkisþingmenn embættismenn, eins og enn er
á íslandi. Hjá oss er nú líkt ástatt eins og var í
Danmörku 1848.
Eftir ófriðinn 1864 átti margur um sárt að
binda. Harmur manna og söknuður var þó mestur
eptir Suður-Jótland. I3á opnuðust augun á mönnum,
og þá sáu menn að við svo búið mátti eigi standa lengur.
Allir urðu að vinna að framförum landsins
og »vinna það upp inn á við, sem liafði tapast út á
við«. þá tóku nokkrir hinir bestu menn sig til
meðal háskólagenginna manna, svo sem Ludvig
Schröder, Frede Bojsen, Ernst Trier, dr. phil.
Jens Nörregaard, og settu þar sinn lýðháskóla á
stofn. Aldrei hafa verið settir eins margir góðir lýð-
háskólar á stofn eins og á fimm fyrstu árunum eftir
ófriðinn (1865—1869). Þá voru als yfir tuttugu (21)
lýðháskólar settir á stofn. Það var öllum orðið Ijóst
að til þess að koma á skjólum framförum, verður
að byrja á því að vekja og fræða æskulýðinn,