Andvari - 01.01.1907, Side 105
og íslenskan lýðháskóla.
99
urna. Þeir þurfa að sjá, hvernig góð hús eru og
reyna hvernig er að húa í þeim. Slíkt mun hafa
liin bestu áhrif á þá, er þeir reisa upp bæi síðar
viðsvegar um landið.
í dönskum lýðháskólum var það reynt sum-
staðar í fyrstu, að nemendurnir hefðu mat lijá sjálf-
um sjer. Því er nú alstaðar hætt. Það þótti ó-
þrifnaður að því og ódaun leggja úr matarskápum
þeirra. Nú kaupa allir nemendur kost á skólanum
og borða við dúkað borð. Dögurð borðar skólastjóri
með þeim. Á þennan liátt venst alþýða í Danmörku
á snyrtimensku og hýbýlaprýði. Er það satt best
að segja, að margur danskur iðnaðarmaður og bónda-
maður er fremri hverjum meðalstúdent íslenskum
að mentun í umgengni.
Enginn af landssjóðsskólunum fær meira íje en
brýn nauðsyn krefur. Prestaskólinn kostar eftir nú-
gildandi fjárlögum 12,310 kr. á ári, læknaskólinn
7,900 kr., almenni mentaskólinn 34,668 kr. og gagn-
fræðaskólinn á Akureyri 11,100 kr. á ári. Til þess
að reisa hús handa gagnfræðaskólanum á Akureyri
voru veittar 67,000 kr. 7°/o af því á ári eru 4,690
kr.; minna en 1%> á ári má eigi reikna viðhald og
vátryggingu á húsi, en 6°/0 er vanaleg renla og af-
borgun af láni úr landssjóði á 28 árum. Jeg hygg
að mætli reisa góðan sjálfseignarlýðháskóla, viðhalda
honum og vátryggja fyrir 4000 kr. árlegan styrk í
28 ár. Ef tækist að komast að góðmn kaupum á
húsavið og smiðir fengjust góðir, mætti ef til vill fá
einhvern afgang af þessu til þess að kaupa fyrir
kensluáhöld og bækur. Bæði kensluáhöldin og hóka-
safn það, sem skólinn hlyti med góðri stjórn að
eignast smátt og smátt, ætti að sjálfsögðu að fylgja
með skólanum, og vera nokkuð af sjálfseigninni.
Skólaeignin gengi síðan frá skólastjóra til skólastjóra,
og hún væri grundvöllurinn undir lýðháskólanum.
7*