Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 123
Fiskirannsóknir.
117
því að útvegi þeirra (bátaútveginum) væri liin mesta
hætta búin; menn óttuðust jafnvei að botnvörpung-
arnir mundu »sópa« burt öllum íiski og tæma þannig
bráðlega hina fornfrægu »gullkistu« Suðurlands. En
samt fór það svo að hið fyrsta íslenzlca botnvörpu-
skip, »Coot«, byrjaði veiðar vorið 1905, eða réttum
10 árum síðar. Á árunum þar í milli höfðu menn
lært margt í þessu tilliti, þar á meðal það, að það
væri neyðarbrauð að þiggja að gjöf úrgangsfisk frá
hinum útlendu fiskimönnum (og því miður voru ekki
allir þeir er þágu neyddir til að þiggja) og svo hitt
að »gullldstan« var eigi eins auðtæmd og menn ótt-
uðust í fyrstu (að því alriði mun vikið betur síðar).
Fóru menn þá smámsaman að komast á þá skyn-
samlegu skoðun í þessu máli, að eini vegurinn til
að keppa við útlendingana væri sá að læra af þeim
veiðiaðferðina og koma sér upp botnvörpuskipum til
að fiska með á miðum þeim, er önnur innlend skip
gátu eigi lialdist við á fyrir útlendingunum. Á þess-
um árum höfðu allmargir ungir íslendingar ráðist á
ensk botnvörpuskip og sumir þeirra lært veiðiaðferð-
ina og meðferð á vörpunni (það gott leiddi þó af
mökum þeirra við útlendingana). Voru þvi til
nokkrir menn, er nauðsynlegir voru, bitt var erfiðara,
að fá nægilegt fé til að kaupa fyrir svona dýr skip,
með dýrum áhöldum og dýrri útgerð, jaínvel þó
menn lém sér nægja að kaupa gömul skip; þó mynd-
aðist lilutafélag í Reykjavík og Hafnarfirði, »Fislc-
veiðalilutafélagið við Faxaflóa« liaustið 1904; það gat
fengið hið nauðsynlegasta fé og syo var skipið »Coot«
keypt, og eins og áður er sagt, hefir því gengið furðu
vel, það sem komið er og heíir það orðið hvatning
fyrir llciri að byrja á samskonar útgerð. Skömmu
síðar keyptu nokkrir menn í Reykjavík botnvörpung
(»Sea gull«) l’rá Englandi, gamalt skip; það hefir
reynst illa og útgerðin á því bakað eigendum all-