Andvari - 01.01.1907, Page 128
122
Fiskirannsóknir.
að geta innbyrt hana, mastrið eklci þolað þungann,
og við þetta hafa aðeins starfað 6—8 menn og lítið
reynt á sig annað en að toga inn fremri hluta vörpu-
netsins, þangað til »sekkurinn« með íiskinum í, er
kominn upp að skipshliðinni. Menn hafa fylst undr-
un og aðdáun yíir þcssu, sem von er, þar sem þeir
þektu áður varla annað afl en handaflið við fiski-
veiðar og seintekinn og strjálan alla á færi, lóð, eða
í hæsta lægi í net. »Svona á að fara að því að
fiskacc, sagði gamall skipstjóri einu sinni við mig;
hann var þá á botnvörpung, sem gekk á veiðar úr
Hafnarfirði og veiddi vel í svipinn (en reyndar elcki
altaf!). í þessu liggja aðal-yíirburðir og hinir miklu
yíirburðir botnvörpuveiðanna með hleravörpu og
gufuafli (en um aðrar botnvörpuveiðar er hér ekki
að ræða) yfir aðrar veiðiaðfei'ðir. Með þessari aðferð
má taka mikinn aíla á skömmum tíma og með til-
tölulega mjög lítilli fyrirhöfn. í öðru lagi sparast
mikið fólk; að vísu verða nú alt að 20 manns á
hinum nýju botnvörpungum liér, en í hlutfalli við
aflann, sem gera má ráð fyrir, verður mannsparnað-
urinn fjór—-íimmfaldur. í þriðja lagi sparast öll beita
og varpan tekur fiskinn, livort sem hann vill eða
ekki, svo aílinn er ekki kominn undir þvi, hvort
fiskurinn vill bíta á krókinn eða ekki. Loks koma
yfirburðir botnvörpungsins sem gufuskips fram í því,
að hann er fljótari í öllum ferðum, en seglskip, ef
hann þarf að leita uppi ný mið eða leita hafnar og
getur enda verið lengur á veiðum í hvassviðri, en
seglskip, einkum í landvari. Á rúmsjó verður mun-
urinn minni, þar sem sjór ýfist meir, því góðir kúlt-
arar gela einnig »staðið« lengi á. Eins er það mikill
kostur fyrir skipshöfnina, að botnvörpungurinn fer
oft til hafnar, svo auðveldara er að fá sér þægilegt
viðurværi, svo sem nýtt brauð og nýtt kjöt, og eflaust
má segja það með sanni að betur er yfirleitt lííi