Andvari - 01.01.1907, Qupperneq 133
Fiskirannsóknir,
127
eyðum jafnmiklu í ferðalög og þeir, en fáum aftur
ódýrari útgerðarnauðsynjar en áður. Eftir er þá að
vita, hvorl við getum náð að selja aflann eins vel og
t. d. Englendingar í enskum höfnum. Þá verður
mjög áríðandi að geta haft góða menn, er greiði
dyggilega fyrir sölunni og að hinir opinberu ensku
sölumenn (Salesmen) verði ekki hlutdrægir oss í
óhag. — Erfiðasti timinn fyrir botnvörpuveiðar hér
við land eru mánuðirnir nóvember, desember og
janúar. Þá hagar bæði myrkur og illviðri. Spurn-
ing er, hvort þá gæti ekki átt vel við að fara suður
í Norðursjó og fiska þar og selja aflann í enskum
höfnum eða skozkum. En ekki er gott að láta hin
afardýru botnvörpuskip liggja aðgerðarlaus 3—4 mán-
uði á ári.
Eg hefi reynt hér að framan að taka fram nokk-
ur atriði, sem þeir, er botnvörpuútgerð stunda eða
ætla að stunda, þurfa að hafa vel hugföst, og þó ekki
sé mögulegt að segja neitt með vissu fyrirfram um,
hvernig oss muni ganga þessi útgerð, þá er það þó
víst, að hún lánast því aðeins vel að allir sem hlut
eiga að máli, bæði útgerðarmenn og skipshöfn sýni
dugnað og samvinnulipurð og hver málsaðili um sig
hugsi jafnt um hagsmuni liins og um hagsmuni
sjálfs sín.
Naumlega má gera ráð fyrir því að botnvörp-
ungaflotinn verði stór, jafnvel þó vel gangi, því varla
er við því að búast, að menn taki eða geti fengið
stórlán til að auka hann að miklum mun, því efna-
hagur manna leyfir það ekki. En það er einnig til
önnur fiskigufuskipaútgerð, sem er miklu kostnaðar-
minni en hin, og að ýmsu leyti miklu betur við vort
hæfi, enda þótt menn hafi hingað til gefið henni
næsta lítinn gaum og það er /ódas/dpaúlgerðin. Eg
á ekki við hin stóru lóðaskip (liners) Breta, sem eru
nærri eins stór og dýr og botnvörpungar gerast, held-