Andvari - 01.01.1907, Síða 152
Þjóðfundurinn 1851.
í síðasta ári »Andvara« birtust skýrslur stiptamt-
manns Trampes um endalok þjóðfundarins, er jeg
hafði snarað á íslenzku. Margir menn haí’a látið í
Ijósi við mig ánægju sína yíir að fá þessar skýrslur
og lagt að mjer að birta meira um hann, eða helzt
af öllu rila ýtarlega sögu hans og þeirra pólitisku
atburða, er gerðust hér um miðja fyrri öld. Nægi-
legar heimildir til slíks rits eru til í skjalasafni stjórn-
arráðsins, sem iluttist hingað til lands, þegar innlend
• stjórn komst á 1904. En enn þá er ekki tími til
kominn að 'rita ýtarlega sögu þjóðfundarins, þvi einn
þingmanna, Páll Melsteð, er enn á lífi, og börn flestra
þingmanna, en sögunnar dómur um framkomu ýmsra
þingmanna, einkum hinna konungkjörnu, hiýtur
að verða æðiþungur. Jeg lieíi því eigi sjeð mjer
fært að leggja út í að rita fullkomna sögu fundarins,
og heldur ekki haft tómstundir til þess, en jcg heíi
])ó safnað nokkrum tildrögum til hennar, og l)irli
hjer á eptir nokkur skjöl í því efni, sem jeg vænli að
mörgum þyki fróðlegt að sjá, og geta þau líka orðið
p^lil léttis fyrir þann, er síðar meir kynni að rita sögu
fundarins.
Jeg gat þess í ritgerðinni í lýrra (Andvari 1906,
l)ls. 33), að fundurinn hefði eigi hyrjað sem heppi-
legast, því að stjórnarfrumvörpin 3, sem leggja átti
fyrir fundinn, liefðu eigi vei ið komin í fundarhyrjun;
á þessu stóð þannig: