Andvari - 01.01.1907, Page 156
150
Þjóðliindul'inn 1851.
liei'ði verið kunnugt um, hvað til stóð; pareð jeg lici'ði ekki
opinberlega forsvarað pingið og mótmælt þeim aðdróttun-
um, sem að peirra áliti hefðu falizt i lokaræðu konungs-
fulltrúa, og pareð jeg hefði ekki leyft neinum pingmanni,
pó allur fjöldi þeirra beiddist pess, að laka til máls til þess
að bera fram rjett þings og þjóðar og hrekja áburð kon-
ungsfulltrúa.
Með því að ákærur þær, sem bornar eru fram gegn
mjer í nefndu brjefi, bæði í sjálfu sjer eru þess eðlis, og
auk þess bornar fram á svo eptirtakanlegan hátt, að jeg
samkvæmt stöðu minni gel ekki látið þær afskiptalausar,
þá leyfi jeg mjer hjermeð að senda yður, hávelborni herra,
sem konungsfulltrúa á fundinum framangreint brjef í frum-
riti ásamt danskri þýðingu, staðfestri af mjer, og leyíi rnjer
jafnframt virðingarfyllst að æskja þess, að skjöl þessi, ásamt
þessu brjefl mínu, verði ásamt umsögn yðar og tillögum
senl til stjórnarinnar.
F*ó að ástæður þær, sem fundarmenn hafa rökstutt með
ákærur sínar gegn mjer, sjeu þannig vaxnar, að öllum liljóti
þegar að vera ljóst, hve ófullnægjandi þær eru, þá skal jeg
þó leyfa mjer að koma fram með nokkrar athugasemdir
til nánari skýringar.
Þegar málið um hina stjórnskipulegu stöðu Islands í
rikinu kom til umræðu i þeirri deild fundarins, sem jeg
var í’, Ijet jeg strax í ljósi, að l'undurinn ætli ekki að fjalla
um þau atriði, sem stjórnin í athugasemdunum við í'rum-
varpið hefði lýst yfir, að ekki gætu orðið umræðuefni,
bæði af því að jeg eptir minni skoðun, sem jeg alls eigi
fór leynt með, varð í öllum aðalatriðum að vera sammála
skoðunum stjórnarinnar, og svo einnig af því, að jeg þá
þegar áleit, að uppsögn fundarins yrði bein afleiðing af
því, ef fundurinn annaðlivort færi að l'jalla um þessi atriði,
eða felldi l'rumvarp stjórnarinnar, og iæri að semja ný og
sjálfstæð stjórnarskipunarlög fyrir Island, sem jeg varð vís,
að margir af deildarmönnum höfðu talsverða tilhneigingu
til. Af þvi að jeg ennfremur óskaði, að skoðanir þær, sem
jeg hafði látið í ljósi, yrðu kunnar eigi einungis mínum
meðdeildarmönnum, heldur einnig mcðlimum hinna deild-
1) Á þjóðfundinum skiptust fundarmcnn eptir þingsköpunum i 3
lilutfallsnefndir (deildir); var forseti i 3. deild, sjá þj.fundarliðindin l)ls.
110 -111., og átti liver deild að ræða málin á sama liátt og í ncfndum
tiðkast, en ekki rita álitsskjöl. Petta fyrirkomulag lijelzt einungis á þcss-
um fundi.