Andvari - 01.01.1907, Qupperneq 161
Þjóðfundurinn 1851.
155
málsnietandi menn þessa lands, og þar á meðal ekki allfáir
þjóðfundarmenn. Á þeim fundi var og stiþtamtmaðurinn
yíir íslandi, greifi af Traniþe. Á þessum fundi ræddu
menn um noklcur grundvallaratriði, sem snertu stöðu ís-
lands í ríkinu, og voru þau samþykkt á íundinum; var svo
fjarri að stiptamtmaðurinn mótmælti nokkru einu atriði,
að hann tók sjálfur á móti kosningu i nefnd þá, sem kosin
var til að auglýsa þessi alriði á prenti, og var með nefnd-
inni í að auglýsa ályktanir fundarins og skora á menn að
kjósa nci'nd í hverri sýslu til að halda fundi og hugleiða
þetta mikilvæga mál.
Þann 4. dag seinastliðins júlímánaðar voru þjóðfund-
armenn allir komnir hjer saman, en enginn var sá, sem
kæmi fram með umboð Yðar Hátignar til að setja þing, eða
segja mönnum, það sem þörf er á að vita, svo sem lofað
var i boðunarbrjefi Yðar Hátignar 16. maí 1850. Þingmenn
sneru sjer þá til stiptamtmanns, og þareð hann þóttist
hafa fregn, að hann mundi verða fulltrúi Yðar Hátignar,
setti hann þing daginn eptir, skýrði þinginu i'rá, að
hann hefði livorki fengið umboðsbrjef sitt, nje hin kon-
unglegu frumvörp, en íjellst á og hvatti til, að timanum
framan af jrrði varið lil að semja þingsköp; siðan lofaði
hann, að liann vildi wfullkomlega taka tillil til« þess, að
frumvörpin komu svo seint, þegar liann ákvreði, hve lengi
fundurinn skyldi standa. 12la dag júlímánaðar urðu hin
konunglegu frumvörp lögð fram, og voru þá þingsköpin
að mestu rædd. 16. og 17. júlí voru kosnar nefndir, eptir
að málin höfðu verið rædd í hlutfallsnefndum áður, og
málin voru komin svo vel á veg, að liinn 9da þ. m. var
verzlunarmálið fullrætt, stjórnarskipunarmálið búið undir
aðra umræðu, og nelndarálit í kosningarlagamálinu komið í
prentsmiðjuna. Eptir vorum sameiginlegum dómi mundu
því öll máliu hafa orðið rædd til fullnustu, el' þingið liei'ði
slaðið til hins 20. þ. m., og samsvarar það venjulegum
þingtima alþinga að undanförnu, þegar talið er frá þeim
degi, sem hin konunglegu frumvörp voru lögð fram.
Konungsfulltrúinn hafði að visu látið birta fundinum,
að liann óskaði að þingstörf gætu orðið á enda þann 9da
ágúst, en það er auðsætt á því sem þegar er getið, að slíkt
var með öllu ómögulegt, þegar um svo mikilvæg og marg-
brotin málefni var að ræða. Þann 8. ágúst boðaði forseti
til fundar hinn næsta dag um hádegisstund, þareð hann
sagði, að konungsfulltrúinn óskaði að skýra fundinum frá
ýmsu, er fundinn snerti. Á fundi þessum las konungsfull-