Andvari - 01.01.1907, Síða 165
Þjóðfundurinn 1851.
159
í Danmörku; að alþing hjer hlvti að missa alla þýðingu
eins og frumvarþið sjálft jafnar því við sveitastjörnarþing
í Danmörku, o. s. fr. — Nefnd sú, sem þjóðfundurinn kaus
i þessu máli, heflr sýnt marga galla frumvarþsins og meiri
hluti nefndarinnar heflr, sökum þess hann gat ekki betur
sjeð en að allt frumvarþið væri hyggt á skökkum grund-
velli, ráðið þinginu til að fella það, og jafnframt stungið
uþþ á nokkrum aðalatriðum lil grundvallarlaga lianda Is-
landi; en hin furðanlega, og sem oss virðist, öldungis ólög-
lega og Yðar Hátignar fyrirheiti ósamboðna aðferð kon-
ungsfulltrúans heflr sviþt allan þorra þingmanna tækifæri
til að segja álit sitt um málið og ræða það og greiða um
það atkvæði sitt, og þannig gjört oss ómögulegt að leiða
málið lil lykta, og uþþfylla það, sem oss var ætlað í brjefl
Yðar Hátignar 23. seþt. 1848 á þann hátt, sem Yðar Hátign
liefir þar bent til.
í sambandi við þetta stendur og það, að menn þykjast
hjer á landi liafa áreiðanlega vissu fyrir, að konungsfull-
trúinn hafi talið stjórninni trú um, að hjer væri slíkur
óróaandi, að nauðsynlegt væri að senda hingað danska
hermenn, enda hafa og nokkrir hermenn haft hjer aðsetur
sitt í sumar, og þó ekki hafl þeir veitt landsmönnum yfir-
gang í neinu, þá hefir þó verið látið í veðri vaka að þeir
lijeldi landsmönnum í skefjum, og heflr þetta allt vakið
megna óánægju og kurr meðal landsmanna, sem ekki eru
sjer annars meðvitandi en sömu hollustu ogáðurvið Yðar
konunglegu Hátign og bróðurlegs sinnislags við alla sam-
þegna sina. Pann dag, sem þjóðfundinum var slitið, var
þessi herbúnaður sýnilegri en annars, en þó voþnabúnaður
sá og skotverkfæri ekki bræddi menn nje es]>aði í þetta
sinn, og allir ljetu sem þeir hvorki sæu þennan voða nje
heyrðu, þá getum vjer þó ekki varizt að skýra Yðar kon-
unglegri Hátign frá þvi, að oss virðist það ekki geta vel
samþýðzt trausti því, sem vjer vonuðum að stjórn vor
het'ði á oss, eða því bróðurlyndi, sem vjer væntumafsam-
þegnum vorum, eða því veglyndi og þeirri hreysti, sem
eignuð er hinni dönsku þjóð, að sýna sig í að ógna með
voþnuðum hermönnum vopnlausum þingmönnum, sem að
eins vilja gjöra skyldu sína og gegna störfum sínumifriði,
Slik aðferð heflr komið inn hjá oss og allmörgum lands-
mönnum hjer á landi þeim kala, að vjer getum með engu
móti treyst þeim mönnum, sem slíkt rís af.
Vjer dirfumst nú eptir hinu áðurtalda að bera fram
fyrir Yðar Hátign þá bæn vora;