Andvari - 01.01.1907, Blaðsíða 166
160
Pjóðfundurinn 1851.
1. Að Yðar Hátign vilji skipa svo fyrir, að stjórn íslands
málefna komist i hendur peirra manna, sem þjóð vor
getur haft traust á, einkum innlendra, og að sá, sem Yðar
Hátign setti fyrir þessi mál í Kaupmannahöfn, fengi
sœti og atkvæði í ríkisráðinu, í þeim almennum mál-
um, sem Island varðar.
2. Að frumvarp til grundvallarlaga verði sem fyrst gert,
byggt á uppástungum meiri hluta nefndarinnar i stjórn-
arskipunarmálinu og síðan lagt fyrir þing hjer á landi
til að ræða um það og samþykkja að sinu leyti.
3. Að þing þetta verði sett eptm sömu kosningarlögum og
þjóðfundurinn.
Vjer höfum kosið þrjá af oss þjóðfundarmönnum,
Jón Sigurðsson, Eggert Briem og Jón Guðmundsson til að
bera fram þessi málefni vor fyrir Yðar konunglegu Hátign,
og er það vor þegnleg bæn, að Yðar Ilátign virðist mildi-
lega að heyra þá og veita rjettindum lands vors og þjóðar
vorrar Yðar volduga konunglega vcrnd.
Allraþegnsamlegast. Nöfnin.
Þeir nafnar Jónar náðu konungsfundi, og sendu
siðan skýrslu sína dags, í Khöfn 15. apríl 1852 öll-
um þjóðfundarmönnum, sem undir ávarpið höfðu
ritað, og var skýrslan birt mönnum á sýslufundum,
sem þá voru víða haldnir, og lesin upp á þingvalla-
fundi, sem haldinn var sumarið 1852. Jón Guð-
mundsson vildi ekki láta prenta þessa ferðaskýrslu
þeirra nafna, þó hann fengi áskoranir í þá átt, og
var hún því prentuð í óleyfi hans í 5. tölubl. »Ingólfs«,
sem Svh. Hallgrímsson þá gal’ út. Svo annt var Jóni
um að hindra prentun skýrslunnar, þó undarlegt sje,
að hann vildi fá íógetabann gegn prentuninni, en fó-
geti neitaði með úrskurði að framkvæma bannið.
Eptir að skýrslan var komin á prent í Ingólfi, lýsti
Jón því yfir í Þjóðólfi 5. árg. bls. 52 að hin prent-
aða skýrsla væri »í engu verulegu ósamhljóða við
hinar skrifuðu skýrslurw og Ijet síðan prenta skýrsU
una í Þjóðólfi 5. árg. hls. 63—66. Það þykir því
eigi ástæða til að birta hana hjer. Kl. J.