Skírnir - 01.01.1938, Page 7
Uppruni Landnámabókar.
Eftir Barða Guðmundsson.
Haukur lögmaður Erlendsson hefir í eftirmála Land-
námu sinnar rakið í höfuðdráttum ritunarsögu Land-
námabókar. Kemst hann svo að orði:
>,Nú er yfir farið um landnám þau, er verið hafa á Is-
landi, eftir því sem fróðir menn hafa skrifað, fyrst Ari
prestur hinn fróði Þorgilsson og Kolskeggur hinn vitri.
En þessa bók ritaði eg Haukur Erlendsson eftir þeirri
bók, sem ritað hafði herra Sturla lögmaður, hinn fróðasti
Piaður, og eftir þeirri bók annari, er ritað hafði Styrmir
hinn fróði, og hafði eg það úr hvorri, sem framar greindi,
en mikill þorri var það, er þær sögðu eins báðar, og því
er það ekki að undra, þó að þessi Landnámabók sé lengri
en nokkur önnur“.
Þessi ummæli Hauks lögmanns verða vart skilin nema
a einn veg: Grundvöllur Styrmis- og Sturlubókar er Land-
náma Ara og Kolskeggs. Af aldri þeirra má svo ráða,
hvenær hin fyrsta Landnámabók vor hafi verið skráð.
®v° sem alkunnugt er, var Ari hinn fróði uppi frá 1068
til 1148. Miðað við aldur hans getur skráningartíð Land-
námabókar leikið á hartnær hálfri öld, en þegar gætt er
nldurs Kolskeggs vitra, verður skeiðið mikið styttra.
^ví miður höfum vér engar tímasetningar tengdar ævi
Kolskeggs vitra Ásbjarnarsonar, en aldur ættingja hans
°g venzlafólks verður hér að miklu liði. 1 Landnámabók
getur þess, að Finnur lögsögumaður Hallsson hafi verið
sonarsonur Ingileifar Ásbjarnardóttur, systur Kolskeggs.