Skírnir - 01.01.1938, Síða 8
6
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
Finnur andaðist 1145, og mun þá hafa verið allroskinn
maður. Kona hans var Halldís Bergþórsdóttir, bróður-
dóttir Hafhða Mássonar, sem andaðist háaldraður 1130.
Halldís var látin fyrir 1120. Má af öllu þessu ráða, að
teflt muni vera á tæpasta vaðið, ef burðartíð þeirra syst-
kina, Ingileifar og Kolskeggs vitra, er sett á 5. tug 11.
aldar.
Að sama brunni ber, er vér athugum aldur Þórarins
Ásbjarnarsonar í Seyðisfirði, afa Kolskeggs. Hann getur
ekki verið fæddur síðar en á 7. tugi 10. aldar. Þórarinn
var bróðir sammæðra Þorleifs hins kristna, sem Brodd-
Helgi á Hofi átti í deilum við. Samkvæmt annálum dó
Brodd-Helgi 974, og mun það nærri sanni. Ætla má af
þessu, að Þorleifur hafi ekki verið borinn síðar en 945,
og meir en 20 árum yngri hefir Þórarinn bróðir hans
naumast verið. Þannig benda allar líkur til þess, að Kol-
skeggur hinn vitri hafi verið á líku reki og Gissur biskup
Isleifsson, sem andaðist 76 ára gamall 1118. Að þessu at-
huguðu kemur varla til mála, að landnámarit þeirra Kol-
skeggs og Ara sé yngra en frá ofanverðum dögum Giss-
urar biskups.
Það kann að þykja furðu djarft, að gera hiklaust ráð
fyrir því, að Ari og Kolskeggur hafi unnið í samráði og
samtímis að landnámabókarritun. Svo er þó ekki. Ber
margt til þeirrar niðurstöðu, og verður það allt ekki rak-
ið í sömu andránni. Nauðsynlegt er, að gera sér fyrst
grein fyrir höfuðeinkennum Landnámabókar.
Svo sem sjálft heitið, Landnámabók, bendir til, er meg-
inefni ritsins greinargerðir um hina upprunalegu skipt-
íngu landsins meðal ættfeðra vorra, sem hér reistu byggð
í öndverðu. Er allnáið skýrt frá rúmum 400 landnámum.
Gerð grein fyrir legu þeirra og takmörkum, auk þess sem
landneminn er að sjálfsögðu nefndur og heimkynni hans
í flestum tilfellum. Oftast er og getið niðja landnemans
að meira eða minna leyti. Ekkert hérað og ekkert byggðar-
lag fer varhluta. Tala tölur hér skýrustu máh. Hin fornu
þing voru, sem kunnugt er, 13. Að meðaltali falla þannig