Skírnir - 01.01.1938, Side 9
'Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
7
rúmlega 30 landnám á þing hvert. Nánari athugun hefir
leitt í Ijós, að ekkert þeirra hefir færri en 20 landnáms-
frásagnir og aðeins eittfleiri en 40. Það er Þorskafjarðar-
þing. Bendir þó ekkert til þess, að þar hafi verið lögð
meiri rækt við landnámaskráningu en í öðrum byggðum
landsins; heldur er orsökina til nefndrar sérstöðu eflaust
að rekja til stærðar þessa þings og staðhátta, sem leiddu
af sér mörg en fremur smá landnám með skýrum og
minnisstæðum takmörkum.
Sökum landnámafjöldans í Þorskafjarðarþingi hefir
Vestfirðingafjórðungur hæsta landnámatölu. Eru þaðan
am 130 landnámsfrásagnir. Þar næst kemur Norðlend-
mgafjórðungur með um 110, þá Sunnlendingafjórðungur
með rúmar 100 og loks Austfirðingáfjórðungur með tæp-
ar 70 landnámssögur, hefir og frá fyrstu tíð verið lang-
minnst af byggjanlegu landi í þeim fjórðungi. Þegar vér
svo athugum nákvæmnina í efnismeðferð og staðfræði-
þekking þá, sem fram kemur í landnámafrásögnunum,
verður ekki séð, að munar gæti á milli landsfjórðunga.
Sama verður þó varla sagt um hin einstöku byggðarlög,
enda er það sjálfgefið, að staðþekking heimildarmanna
Landnámuritaranna hefir ekki alls staðar verið jafn örugg.
I heild sinni er hin mikla og margbrotna staðþekking,
sem landnámafrásagnirnar bera vitni um, stórmerkilegt
atriði. Þegar þess er gætt, að óefað eru flestar af hinum
tiltölulega fáu staðfræðiveilum Landnámabókar afriturum
■að kenna, en ekki höfundum hennar, liggur sú ályktun
beint við, að þeir hafi verið allmargir og frá ýmsum lands-
hlutum. Þar við bætist svo sú staðreynd, að þekkingin á
landnámssögunni er yfirleitt söm og jöfn um gervalt land-
ið. Tekur það af allan efa í þessu efni.
Þrátt fyrir þann hreinsunareld afskriftanna, sem land-
aámssögurnar hafa orðið að ganga gegnum, bera sumar
þeirra enn skýr höfundareinkenni. Koma þau einna skýr-
*st fram í landnámssögu Austurlands á svæðinu frá Húsa-
vík eystra til Skeiðarársands. Vér erum nú svo heppnir,
að einmitt við upphaf þessa kafla er það beinlínis tekið