Skírnir - 01.01.1938, Page 10
8
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
fram, að nú segi Kolskeggur fyrir um landnám, og um
leið skiptir um framsetningarform, þótt efnisvalið sé hið
sama í meginatriðum. Að vísu finnast nokkrar greinar
á víð og dreif um landnám í öðrum fjórðungum, sem eru
með líku sniði. Fljótt á litið mætti því ætla, að þær ásamt
Kolskeggskaflanum bæru vitni um framsetningarform
frumlandnámu í heild sinni. Það fær þó ekki staðizt, þeg-
ar betur er að gáð. Landnámssaga Norðausturlands er
allt of frábrugðin Kolskeggskaflanum til þess, að svo geti
verið. Hún ber á sér frumleikans merki, líkt og landnáms-
saga Kolskeggs, og fer það að vonum. Landnámaritara
13. aldar, sem virðast allir hafa búið á Vestur- og Suð-
vesturlandi, hefir brostið þekkingu til að umsteypa land-
námsfrásögnum hinna fjarlægu landshluta með innskots-
greinum, svo mjög sem raun er á í nærsveitunum. Enda
sjáum vér, að einmitt kaflarnir um þá landnámsmenn,
sem hinir yngri landnámaritarar röktu ættir til, eru frá-
brugðnastir heildinni.
Skýr og ótvíræð höfundareinkenni koma og fram á land-
námssögu Árnessþings. Þar eru t. d. 8 landnám miðuð við
hreppaskiptinguna, en það er einsdæmi í Landnámabók-
Er það því merkilegra, að hreppa skuli hvergi annars
staðar vera getið í landnámsfrásögnunum, þar sem vitað
er, að hreppaskipun var komin á um gervalt landið áður
en landnámaritun hófst. Annað höfuðeinkenni á landnáms-
sögu Árnessþings er það, að orðin ytri og utan eru not-
uð í merkingunni vestari og vestan. Er aðeins ein undan-
tekning frá reglunni, sem hljóðar svo: „Þar er Hrafns
haugur fyrir austan götuna, en fyrir vestan Hásteins
haugur“. Má efalaust skrifa þetta eina afbrigði frá sunn-
lenzku málvenjunni á reikning hinna vestlenzku Land-
námuritara.
í landnámssögu allra fjórðunga er að öðru hvoru getið
þeirra orsaka, sem lágu til þess, að landnámsmennirnir
fóru til lslands; en landssvæðið frá Arnarfirði til Hrúta-
fjarðar sker sig úr í þessu efni. Þar getur hálfs þriðja.
tugar landnema, og lætur nær, að í þriðja hverju tilfelli