Skírnir - 01.01.1938, Síða 11
Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
9
sé greint frá ástæðunni fyrir útkomu þeirra. Stingur
þetta ákaflega mikið í stúf við landnámssögu nærsveit-
anna. Tökum t. d. landnámsfrásagnirnar um þá 35 land-
nema, sem reistu byggð næst fyrir austan Hrútafjörð.
Aðeins einu sinni er getið um orsökina, og er það í hinni
löngu greinargerð um útkomu Ingimundar hins gamla,
sem sennilega er eitt af innskotum afritaranna.
Það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að þetta ein-
kenni á landnámssögu Vestfjarða eigi rót sína að rekja
til sérstaks höfundaráhuga fyrir nefndum fróðleik. Sama
má segja um landnámssögu nessins milli Skagaf jarðar og
Eyjafjarðar, þótt hugðarefnið sé annað. Fimmtán land-
námsmenn byggðu landshluta þennan. Greint er frá upp-
runa tólf þeirra að meira eða minna leyti. En ef vér nú
tökum til samanburðar þá fimmtán landnámsmenn, sem
setzt höfðu að næst fyrir vestan, þá sjáum vér, að aðeins
Þrír lenda í þeim flokki. Hlutfallið er sem sé öfugt, 1 á
ttióti 4.
tJt af fyrir. sig gæti þetta verið einber tilviljun, en það
er fleira athyglisvert við samanburðinn. Af hinum fimm-
tán fyrrnefndu landnámsmönnum eru 5 sagðir gauzkir
eða sænskir að ætterni, og auk þess er þar rætt um flæmska
°S keltneska blóðblöndun. Tveir þessara landnámsmanna
eru beinlínis auðkenndir sem sænskir menn, og eru það
emustu dæmin í Landnámabókum um sænska landnema á
Islandi. Að vísu verður það ráðið af frásögnunum, að Uni
danski, Skjalda-Björn, Þórir snepill og niðjar Hörða-Kára
hafi verið af sænskum ættum, en um engan þeirra er það
beinlínis tekið fram, að hann hafi verið sænskur. Það er
eg auðskilið, þótt lítil rækt væri lögð við þjóðernisaðgrein-
lngu meðal norrænna landnema. Mál og menning þeirra
var hin sama. Þess vegna er sú ályktun öldungis út í blá-
lnn, að sænsku dæmin í landnámssögu vorri beri vitni um,
að þátttaka Svía í íslandsbyggð hafi verið afar lítil. Vér
Sætum með sama rétti haldið því fram, að landnemar Is-
tands hafi yfirleitt ekki verið norrænir menn, því að þess
er mjög sjaldan getið.