Skírnir - 01.01.1938, Side 13
Skírnir]
Uppruni Landnámabókar.
11
að ráði frumnemans eða með leyfi hans, endurnumið land,
keypt land, þegið að gjöf, fengið í heimanfylgju konu,
tekið með ofbeldi. Á þessa eignarréttarskilgreiningu er
lögð svo rík áherzla, að ekki fer hjá því, að hér sé fundin
höfuðástæða þess, að hafizt var handa um allsherjarsöfn-
un á landnámssögnum um allar byggðir landsins.
Að sama brunni ber, þegar ættartölur Landnámabókar
eru athugaðar. Ef ættartölurnar hefðu verið teknar upp
og tengdar við landnámsskýrslurnar af almennum ætt-
fræðiáhuga, þá mundu þær að öllum jafnaði hafa verið
raktar niður til samtíðar Landnámuhöfundanna. En það
er öðru nær. Meginþorri ættanna er ekki rakinn lengra
niður en til 3. eða 4. liðar frá landnámsmönnum. Mesta
■athygli má það þó vekja, í hve ríkum mæli höfundarnir
ganga þegjandi fram hjá helztu höfðingjaættum, í hinu
■auðuga ættartölusafni sínu. Má gefa með nokkrum dæm-
um ljóst sýnishorn af starfsaðferðum þeirra um efnisval
á þessu sviði. Þykir rétt að leggja hér til grundvallar
Landnámuútgáfuna frá 1925, þar eð ætla má, að texti
hennar standi einna næst frumlandnámu í heild sinni, og
svipast um eftir langfeðgatölum frá landnámsmönnum til
helztu höfðingja á Islandi um kristnitöku. Þessi lang-
feðgatöl finnast þar ekki:
Frá Skalla-Grími til Þorsteins Egilssonar á Borg, frá
Selþóri til Þorsteins goða í Hafsfjarðarey, frá Auði djúp-
óðgu til Eyjólfs gráa, frá Eiríki í Goðdölum til þeirra
bræðra Þorbjarnar og Hafurs Þorkelssona, frá Höfða-
hórði til Þorfinns karlsefnis, frá Auðunni rotni til Guð-
mundar ríka og Einars Þveræings, frá Eyvindi í Hvammi
til Áskels Þorkelssonar, frá Þorsteini hvíta til Sörla Brodd-
Helgasonar, frá Hrollaugi jarlssyni til össurar á Breiðá,
frá össuri Ásbjarnarsyni til Þorgeirs Þórðarsonar, ætt-
föður Svínfellinga, frá Hrafni heimska til Runólfs í Dal.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna, en þess gerist engin þörf.
Vér erum svo heppnir, að í Kristnisögu er varðveitt forn
skrá yfir 20 mestu höfðingja íslands í tíð Kolskeggs vitra
Ara fróða. Mætti sérstaklega búast við því, að í Land-