Skírnir - 01.01.1938, Page 16
14
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
Vatnsnes allt utan til Ambáttarár fyrir vestan, en fyrir
austan inn til Þverár og þar yfir um þvert til Bjarga-
óss og allt þeim megin bjarga út til sjávar og bjó að Hól-
um. Son hans var Þorbrandur faðir Ásbrands föður Sölva
hins prúða á Ægisíðu og Þorgeirs, er bjó að Hólum; hans
dóttir var Ástríður, er átti Ammóður Héðinsson. Héðinn
var son þeirra. önnur dóttir Þorgeirs var Þorgerður, er
átti Þorgrímur son Péturs frá ósi“.
Landnámsfrásögn þessi er með eindæmum ítarleg og auk
þess keinur svo skýrt í ljós sem frekast má vænta, að
niðjatalið er beinlínis miðað við hana. Allir bæirnir: Hólar,
Ós og Ægissíða liggja innan takmarka landnámsins, og er
nú auðvelt að rekja eftir niðjatali Haralds hrings erfða-
feril Vesturhópshóla um 2 aldir. Því miður er Héðins Arn-
móðssonar hvergi getið nema í Landnámabók, en það er
varla efi á því, að hann hafi verið aldamótamaður. Hann
er í fimmta lið kominn frá landnámsmanni, en megin-
þorri þeirra, sem uppi voru um 1100, hafa verið komnir í
5. til 7. lið frá landnemunum. Á hinn bóginn er ekki ætl-
andi, að Héðinn hafi verið fæddur fyrir miðbik 11. aldar,
þar eð eiginmaður Þorgerðar móðursystur hans ber föð-
urnafnið Pétursson.
Þótt það sé með nokkuð öðrum hætti, er Landnámu-
kaflinn um forfeður Hafliða Mássonar ekki síður merki-
legur. Eftir að þess hefir verið getið, að landnámsmaður-
inn Ævar Ketilsson, ættfaðir Hafliða, hafi verið dóttur-
son Haralds konungs gullskeggs í Sogni, er það skýrlega
tekið fram, að allir synir Ævars nema Véfröður hafi ver-
ið laungetnir. „Véfröður var eftir í víkingu", er Ævar
faðir hans ásamt laungetnu sonunum fór til íslands. Að
sögn Landnámu var það fyrsta verk hans, er þangað kom,
að nema Véfröði land að Móbergi. „Síðan nam hann Langa-
dal allan upp þaðan og svo þar fyrir norðan Háls. Þar
skipti hann löndum með skipverjum sínum. Ævar bjó í
Ævarsskarði. „Véfröður kom út síðar — hann gjörði bú
að Móbergi sem ætlað var“. Sonur Véfröðar var „Hún-
röður faðir Más föður Hafliða“.