Skírnir - 01.01.1938, Page 18
16
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
1 Þingeyjarþingi er engin ætt rakin niður til þeirrar
kynslóðar, sem uppi var samtímis Kolskeggi og Ara, nema
niðjatal Ketils hörðska til Konáls Sokkasonar frá
Breiðumýri. Aldur Konáls má nokkuð marka af því, að
þeir voru fjórmenningar Þorsteinn faðir Ketils biskups
og Konáll. Ketill biskup var borinn um 1075. Má því af
þessu ætla, að þeir Konáll og Kolskeggur vitri hafi verið
á líku reki.
Þegar vér lesum með athygli frásögnina um landnám
bræðranna Ketils hörðska og Eyvindar í Hvammi, styrk-
ist sú ætlun mjög, að Konáll hafi verið aldamótamaður.
Hér kemur fram nákvæmlega sama viðhorf höfundar sem
í þættinum um Véfröðarniðja. Þótt Reykdælagoðorð gengi
í ætt Eyvindar, er miklu meiri rækt lögð við niðjatal Ket-
ils í frásögninni, auk þess sem eftirfarandi klausa talar
skýru máli, hvar höfundar hennar sé að leita: „Eyvindur
fýstist til íslands eftir andlát föður síns, en Ketill bað hann
nema báðum þeim lönd, ef honum sýndist síðar að fara“ —-
„Ketill fór út að orðsendingu Eyvindar; hann bjó að Ein-
arsstöðum".
Um markmið þessarar klausu verður ekki villzt. Hún er
sett til að sýna fram á, að vissulega hafi Einarsstaðalönd
verið frumnumin af ættföðurnum Katli, þar eð Eyvindur
nam þau Katli bróður sínum til handa. Niðjum Ketils, sem
áttu löndin, hefir bersýnilega verið óljúft að viðurkenna,
að eignin hefði upphaflega verið gjöf og því fundið upp
þessa annarlegu skýringu. Er enginn maður líklegri til
þess að hafa komið frásögn þessari á framfæri en einmitt
Konáll bóndi á Breiðumýri, næsta bæ við Einarsstaði, og
4. maður í beinan karlleg frá Katli hörðska.
Þá er komið að Múlaþingi. Á Austfjörðum er og að-
eins ein ætt rakin til aldamótanna 1100. Það er til frænd-
anna Finns prests Hallssonar og Kolskeggs vitra. Finnur
bjó að Hofteigi um 1120. Gerir Landnáma skýra grein fyr-
ir landamerkjum þessarar jarðar og segir, að svæðið milh
Hvannár og Teigarár hafi verið lagt til hofs „og heitir
sá nú Hofteigur". Þótt ætt Finns sé aðeins rakin frá Ás-