Skírnir - 01.01.1938, Side 20
18
Uppruni Landnámabókar.
[Skírnir
Odda, frá því Þorgeir keypti landið til daga Sæmundar.
Hún sýndi, að Oddi hafði verið ættareign í 5 ættliði.
Bágt er að hugsa sér, að Sæmundur hinn fróði, lærðasti
maður sinnar tíðar, hafi ekkert verið riðinn við samn-
ingu Landnámabókar. Greinin um Oddastað og ættartala
hans bendir í aðra átt. Auk Ara og Kolskeggs er hann ein-
asti aldamótamaðurinn, sem vitnað er til í Landnámabók,
og er þar sennilega átt við munnlega umsögn hans. í þessu
sambandi er þó einna merkilegast sjálft efnisvalið í land-
námssögu Rangárþings. Lang ítarlegastar eru þar frásagn-
irnar úr ættarsögu Helgu Þorgeirsdóttur í Odda, langömmu
Sæmundar, svo varla er efamál, að hér er að ræða um
Oddverjaarfsagnir. Má sérstaklega benda á sagnirnar um
Önund bíld og Ásgrím Úlfsson. Vert er og að gefa því
gaum, að í landnámssögu Rangárþings hefir Eyjafjalla-
sveitin skýra sérstöðu innan þessa héraðs. Þar eru fram-
ættir allra landnemanna raktar af furðulegri kostgæfni.
Með einni undantekningu er og jafnframt skýrlega tekið
fram, hvaðan úr Noregi landnemar þessir hafi komið.
Undir Eyjafjöllum hafði Hrafn hinn heimski, ættfaðir
Sæmundar, numið land. Ætt hans er rakin til Haralds hildi-
tannar Danakonungs.
Það er bundið miklum erfiðleikum og líklega ókleift með
öllu, að ákveða, hve margar ættir í Árness- og Kjalarness-
þingi eru raktar niður til þeirrar kynslóðar, sem uppi var
um 1100. Benda má þó á tvær ættir þar, auk biskupaætta,
sem vissulega eru raktar til þessa tíma. Það eru ættir
þeirra Þorbjarnar Arnþjófssonar í Krísuvík og Þorsteins
Hallvarðssonar. Þorbjörn er talinn móðurbróðir Finns
prests Hallssonar, og má af því marka aldur hans, en um
Þorstein er þess getið í heimildum, að hann hafi verið veg-
inn árið 1119.
Ætt Þorsteins Hallvarðssonar er í Landnámabók rak-
in frá Hallkeli bróður Ketilbjarnar gamla að Mosfelli. Er
þannig skýrt frá landnámi Hallkels: „Ketilbjörn bauð að
gefa honum land. Hallkeli þótti lítilmannlegt að þiggja.
land og skoraði á Grím til landa eða hólmgöngu. Grímur