Skírnir - 01.01.1938, Síða 25
Viðreisnin í Portugal.
Eftir GuSmund Hannesson.
Það er hvorttveggja, að Pyrenafjöllin, norðan Pyrena-
skagans, eru há, enda er eins og þau hafi hulið löndin
sunnan þeirra fyrir augum annara Norðurálfubúa. Jafnvel
íslendingar vita lítið um þessi fornfrægu lönd, Spán og
Portugal, og hafa þau þó lengi verið aðalmarkaður vor
fyrir saltfisk. Þangað sækjum vér og salt, vín, ávexti og
ýmsar aðrar vörur. Fáir kunna og spönsku og portugölsku,
°g ganga þó þessar tungur víða um lönd.
Á þessu hefir þó orðið nokkur breyting undanfarið.
Vopnagnýrinn frá Spáni hefir heyrzt yfir f jöllin og skotið
mönnum skelk í bringu, svo Spánn hefir orðið frægur fyr-
ir óstjórn og dæmafáa innanlandsstyrjöld. Samtímis hefir
Portugal orðið víðfrægt land fyrir stjómsemi og fram-
farir. Þar hefir tekizt, á rúmum áratug, að breyta upp-
reisn og óstjórn í ágætt stjórnskipulag, yfirvofandi gjald-
ti’oti í uppgangs- og viðreisnaröld.
Það er að vísu tvísýnt, að einni þjóð henti það, sem
annari gefst vel, en þó væri ekkert eðlilegra en það, að
Islendingar, sem nú hafa sett sig í hið mesta öngþveiti,
fylgdust vel með helztu tilraunum annara þjóða til þess
að bæta f járhag sinn og stjórnarfar, til þess að vinna gegn
■kreppunni og atvinnuleysinu. Þeim ætti að standa á sama
bvaðan úrræðin kæmu, hvort sem þau kæmu frá Rússlandi,
Þýzkalandi eða Portugal, ef þau hefðu reynzt vel. Slíkum
úrræðum ættum vér að veita eftirtekt, og athuga hvort