Skírnir - 01.01.1938, Page 26
24
Viðreisnin í Portugal.
[Skírnir
þau kynnu að koma oss að gagni. Eitthvað má oftast af
þeim kera.
Blöðum vorum og tímaritum bæri nokkur skylda til
þess að fræða fólk um þessa hluti, en sannleikurinn er
sá, að það er erfitt að fá þau til að flytja greinar um slíkt,
nema þær hafi á sér „lýðræðis" stimpil eftir því sem hver
flokkur skilur það orð. Nú hefir „Skírnir“ boðið mér
nokkurt rúm til þess að segja frá fjármálum Portúgals,
og vil eg ekki láta mitt eftir liggja, þó eg sé lítill fjár-
málamaður.
Landið er nokkru minna en ísland og tekur yfir mestan
hluta af strandlengjunni á vestanverðum Pyreneaskaga,
þar sem Spánarhálendinu tekur að halla til vesturs niður
að sjó. Það er mjög fjöllótt, en víða ganga stórir frjósamir
dalir austur í hálendið og falla þar stórar ár vestur í At-
lantshaf. Er því enginn skortur á vatnsafli. Talið er, að
fjöll og lítt ræktanlegt land nemi 43% af öllu landinu.
Nokkurt undirlendi er víðast með sjó, en þó af skornum
skammti. Landið er í raun og veru frjósamt, loftslagið
hlýtt og gott, en þó eru sumstaðar langvinnir þurrkar
mikill vágestur, sérstaklega í Algarve héraði og suður-
hluta landsins, þó ekki séu þeir jafntilfinnanlegir og á
Spáni. Það geta liðið 2—4 mánuðir án þess að nokkur
dropi komi úr lofti, og spillir þetta ekki eingöngu upp-
skeru, heldur hefir það valdið uppblæstri í sumum lands-
hlutum. Ströndin er löng, en lítið vogskorin, svo hafnir
eru þar tiltölulega fáar af náttúrunnar hendi.
Þjóðin, sem landið byggir, er að miklu leyti Miðjarðar-
hafskyn, dökkhært og dökkeygt, en mjög blandað norræn-
um mönnum, Márum, Negrum o. fl. Fólksfjöldinn er um
7 milliónir manna af ýmsum kynflokkum. Portúgalsmenn
eru með elztu þjóðum álfunnar, og hafa unnið sér margt