Skírnir - 01.01.1938, Page 27
Skírnir]
Yiðreisnin í Portugal.
25-
til ágætis, einkum á 15. og 16. öld. Þeir uppgötvuðu allan
suðurhluta Afríku, fundu sjóleiðina til Indlands (Vasco
da Gama), en 1519 sigldi Magellan, fyrstur manna, suður
fyrir Ameríku og alla leið til Filippseyja, og síðan um-
hverfis jörðina. Þá fann Cabral Brasilíu árið 1500 og
lagði landið undir Portúgal. Þessir landafundir leiddu til
þess, að þeir eignuðust víða miklar nýlendur, og var Bras-
ilía mest þeirra. Eins og sjá má á öllum þessum landafund-
um og svaðilförum, voru Portúgalar snemma ágætir sjó-
menn, og sú var tíðin, að þeir ráku fiskveiðar við New-
foundland og í norðurhöfum og seldu Englendingum fisk-
inn. Og enn stunda þeir fiskveiðar á þessum slóðum.
En eftir þessa gull- og frægðaröld kom margskonar
hnignun. Sumar af nýlendunum sigldu sinn sjó, þar á
meðal Brasilía. Atvinnuvegirnir heima fyrir áttu erfitt
uppdráttar, allur þorri alþýðunnar var bláfátækur og fá-
fróður, svo að um síðustu aldamót var fullur helmingur
manna ólæs. Að sjálfsögðu átti léleg landsstjórn mikinn
Þátt í þessu, ög hún versnaði um allan helming, er Manuel
konungur var rekinn frá ríkjum árið 1910 og landið var
gert að lýðveldi. Á árunum 1910—26 voru ekki færri en
16 uppreisnir, og enduðu sumar með stjórnarbyltingu, en
43 sinnum var skipt um stjórn. Þar að auki tóku Portú-
Salar þátt í ófriðnum mikla með bandamönnum, og bætti
það ekki fjárhaginn. Portúgalar hafa yfirleitt verið hvik-
lyndir, einkum borgabúar, og erfiðir að stjórna.
Ef litið er á ástandið í Portúgal eftir ófriðinn og fram
ao 1928, þá var það því líkast sem landið væri öllum heill-
um horfið og ætti sér enga viðreisnarvon. Ef uppreisn
stóð ekki yfir, réði þingið öllu, en þar börðust ófyrirleitnir
tlokkar um fé og völd, og hugsuðu lítið um landsins hag.
Þar áttu jafnvel sæti menn, sem voru nýsloppnir út úr
hegningarhúsinu, og alkunnir glæpamenn, sem notuðu
yöld sín til þess að láta myrða mótstöðumenn sína.°) Veg-
lr> járnbrautir, símar, hafnir og atvinnuvegir, — allt var
Þetta komið í mestu örtröð, öll alþýða bláfátæk, en hins
vegar ekki allfáir stóreignamenn og auðkýfingar. Fjár-