Skírnir - 01.01.1938, Page 29
Skírnir]
Viðreisnin í Portugal.
27
en hann setti ýms skilyrði, sem gerðu hann í raun og veru
einvaldan um öll fjármál í nokkur ár. Þar á meðal voru
þessi:7)
1. — Hvert ráðaneyti skuldbindur sig til að eyða ekki
tneiru en fjármálaráðherra ákveður árlega. (Nú er hegn-
ing lögð við því.)
2. — Allar ráðstafanir, sem hafa bein eða óbein áhrif
á tekjur eða gjöld ríkisins, skulu bornar undir fjármála-
ráðherra og samþykktar af honum.
3. — Fjármálaráðherra getur neitað um hvers konar
aukningu á gjöldum ríkisins, einnig til opinberra fram-
kvæmda, nema hann telji þær óhjákvæmilegar og séð hafi
verið fyrir nægilegu fé til þeirra.
4. — Samvinna skal vera milli fjármálaráðherra og
annara ráðaneyta um lækkun gjalda og innheimtu skatta,
svo að sem bezt skipulag og samræmi komist á hvort-
^veggja.
Þá var og þingið lagt niður fyrst um sinn, allir stjórn-
málaflokkar bannaðir og eftirlit haft með öllum blöðum.
Þótti þetta nauðsynlegt, meðan verið væri að koma á
nýju skipulagi, og að nóg illt hefði hlotizt af flokkadeil-
unum og þingræðinu, þó ekki væri á það bætt. Það mátti
heita, að öll þessi mikla breyting eða bylting færi fram á
friðsamlegan hátt, því að flestum var ljóst, að einhver
Sagngerð breyting varð að komast á alla stjórn landsins
°g fjármál þess.
Nú fékk Salazar prófessor nóg að starfa, þó að ekki
v®eri annað en að semja ný fjárlög. Fyrverandi stjórnum
hafði ekki gengið það betur en svo, að árin 1919—22 voru
engin fjárlög samþykkt af þinginu, og sat það þó allt af
á rökstólum, en annars hafði verið stórfelldur tekjuhalli
á öllum fjárlögum um langan tíma. Þetta leiddi auðvitað
fil þess, að miklar ríkisskuldir höfðu safnazt fyrir. Árið
1928 voru þær:1)