Skírnir - 01.01.1938, Side 30
28
Viðreisnin i Portugal.
[Skírnir
Innlendar ríkisskuldir.......... 4404 milljónir escuda* *)
Erlendar ríkisskuldir........... 3549 — —
Ríkisábyrgðir á lánum sjálf-
stæðra stofnana (banka o. fl.) 5050 — —
Samtals 13003 milljónir escuda
Þessar upphæðir sýnast gífurlegar, en myntin er smá
og 13003 millj. escuda eru þó ekki meira en 2600600000
krónur. Svarar það til þess, að hér um bil 371,50 kr. komi
á hvert nef í landinu. Þessar skuldir ofbuðu öllum, en ís-
lendingar standa þó feti framar, ef gert er ráð fyrir, að
skuldir og ábyrgðir ríkisins séu um 47 milljónir króna,*)
eða rúmar 400 kr. á hvert mannsbarn í landinu. Og þó er
ólíku saman að jafna Portugal, með öllum nýlendum, og
íslandi.
En hvernig var svo þessum skuldum farið? Það var að
vísu nokkur bót í máli, að mestur hluti þeirra var inn-
lendur, en hins vegar allt annað en álitlegt, að ekki minna
en 2046 milljónir esc. voru lausaskuldir og ríkisvíxlar,
sem féllu eða segja mátti upp með stuttum fyrirvara, og
vextir þar á ofan gífurlega háir.
Þrátt fyrir öll þessi vandkvæði, stóð ekki á að semja
fjárlögin. Próf. Salazar hafði lokið því á 2 mánuðum, svo
að þau voru til á réttum tíma, og aldrei þessu vant voru
þau tekjuhallalaus. En það kom meira að segja í ljós, er
reikningum var lokið, að tekjuafgangur varð 276 millj.
esc. eða 55 millj. króna.9)
Þetta þótti undri næst, en hvernig var farið að því?
Ýms gjöld á fjárlögum voru felld niður, sumum fram-
kvæmdum frestað og óþarfar stöður lagðar niður. Þessi
sparnaður nam 140 milljónum esc. Þá voru lagðir á nýir
skattar, sem námu 200 millj. esc.8) Þetta nægði, svo að
*) Escudo heitir aðalmyntin í Portugal. Jafngildir um 20 aurum.
110 esc. eru í ensku pundi, sem einnig er gjaldg-eng mynt í Portugal.
*) Hér eru aðeins taldar ríkisskuldir, en allar skuldir vorar við
útlönd nema nú um 1000 kr. á nef.