Skírnir - 01.01.1938, Page 32
30
Viðreisnin í Portugal.
[Skírnir
Lausaskuldirnwr voru hættulegar og hinn mesti vasaþjóf-
ur. Salazar lagði mikið kapp á að losna við þær. Nokkuð
var borgað með tekjuafgangi á fjárlögum, en hinu tókst
að breyta í óuppsegjanleg lán með lægri vöxtum en menn
höfðu áður vanizt. Árið 1934 voru síðustu lausaskuldirn-
ar borgaðar.
Næst mætti ef til vill telja peninga- og bankamálin. Pen-
ingar höfðu fallið stórum undanfarið, menn voru hræddir
og fluttu fé sitt úr landi. Seðlaumferðin var óhæfilega
mikil, gulltrygging fyrir þeim allsendis ófullnægjandi og
bankarnir í hættu staddir. Þá voru vextir svo háir, að at-
vinnuvegir áttu erfitt uppdráttar. Hvað var svo gert til
að bæta úr öllu þessu?
Salazar rannsakaði þetta banka- og peningamál vand-
lega, og gerði síðan ýmsar ráðstafanir. Tók hann þá stefnu
að auka gullforða seðlabankans allt hvað auðið var og
verðfesta peningana. Þá var og skiptimynt gerð úr silfri.
Þó var það afráðið, er enska pundið féll, að fylgja því og
hefir það gefizt vel. Árið 1936 nam gullforðinn 46 % af
seðlum í umferð.
Að þessar ráðstafanir, auk margra annara, hafi reynzt
réttar má sjá á því, að nú, eftir alla kreppuna, má víxla
seðlum í gull og enginn skortur er á útlendum gjaldeyri.
Þjóðbankinn stendur nú á föstum fótum. Þá hafa og víxla-
vextir (útlán) farið stöðugt lækkandi úr 7V2 % 1930 nið-
ur í 41/2 % 1937.
Á fjárflóttann til annara landa höfðu ráðstafanirnar
þau áhrif, að féð fór að streyma aftur til Portugals. Þetta
létti fyrir fyrirtækjum í landinu og sölu ríkisskuldabréfa.
Nú treystu allir portugölskum peningum og inneignir í
sparisjóðum uxu hratt.
Viðvíkjandi gengi peninga má geta þess, að Salazar
lagði alla áherzlu á, að það breyttist sem minnst. Gengis-
lækkun taldi hann ekkert þjóðráð, heldur skammgóðan
vermi. „Óstöðugt gengi grefur alla undirstöðu undan heið-
arlegum samningum, sundrar eigum manna, veldur alls