Skírnir - 01.01.1938, Side 33
Skírnir]
Viðreisnin í Portugal.
31
konar siðspillingu og kemur óorði á alla þjóðina", segir
Salazar í bók sinni, „Stjórnarbylting á friðsamlegan hátt“.
Hvað lántökur snertir, þá verður ekki sagt, að Salazar
hafi verið hræddur við þær, og er hann þó manna gætn-
astur. Hann hefir auðsjáanlega treyst sér til að fara með
féð. Mikið af lánum hans hafa gengið til þess að borga
eldri, óhagstæðari og dýrari lán (konvertering) með ódýr-
ari lánum, og minnkaði þetta stórum vaxtabyrðina. En
hann átti annars um tvo kosti að velja: Annar var sá, að
láta sem mest af tekjuafgangi fjárlaga ganga til þess að
borga skuldir og létta þeim smám saman af þjóðinni, hinn
að verja handbæra fénu til þess að efla atvinnuvegina
eða jafnvel taka lán til þess. Hann tók síðari kostinn, svo
að ríkisskuldir og ábyrgðir höfðu hækkað um 1500 millj.
esc. 1934,8) en eigi að síður hafði byrðin af ríkislánum
lækkað töluvert.*) Þessi nýju lán gengu að miklu leyti til
sjálfstæðra stofnana og innanlandsíræða, en eiga ekki að
leggja byrðar á ríkissjóð, að því séð verður.
Við allar þéssar lántökur hefir auðsjáanlega tvennt ver-
ið haft fyrir augum: 1) að taka ekki útlend lán, ef hjá
því verður komizt, 2) að verja lánsfénu til arðsamra fyrir-
tækja. Salazar hefir yfirleitt engin útlend lán tekið og
ekki heldur til innanlandsframkvæmda. Engin kreppulán
hafa verið veitt, að því séð verður.
Nú kynni einhver að spyrja, hvort Salazar hafi ekki
sett á fót einokunarverzlanir og önnur ríkisfyrirtæki, til
bess að afla ríkinu fjár. Þegar í byrjun5) lýsti hann því
yfir, að ríkið legði ekki fé í nein slík fyrirtæki eða gerð-
ist keppinautur atvinnurekenda í landinu. Hann telur rík-
inu skylt að bæta alla aðstöðu framleiðenda og atvinnu-
Vega, en að framleiðslan sjálf, svo og verzlun, sé miklu
betur komin í höndum einstakra manna en ríkisins. Til-
búningur tóbaks og tóbaksverzlun er rekin af félögum,
gegn afgjaldi til ríkisins, svo og eldspítnasala.
H) Aftur á móti telur „Diario de noticias" 19. júní 1937, að í lok
úrsins 1936 hafi ríkisskuldir lækkað um 868 millj. esc. frá árinu.
1928.