Skírnir - 01.01.1938, Síða 34
32
Viðreisnin í Portugal.
[Skírnir
Hvað sköttum viðvíkur, þá hafa þeir ekki aukizt til
stórra muna, en það er betra fyrirkomulag á skattakerf-
inu og skattheimta miklu betri en fyr.
Þess er áður getið, að Salazar átti um tvo kosti að velja,
er lag var komið á fjárlögin og bankana, að borga sem
mest af skuldunum, eða verja handbæru fé til þess að
blása nýju lífi í atvinnuvegina. Hann tók síðari kostinn.
Vafalaust hefir hann talið hann arðvænlegri og líklegt
nð atvinnuvegirnir myndu borga fyrir sig, ef ekki strax,
þá áður en langt um liði.
Hvað gerði hann svo til viðreisnar atvinnuvegunum og
livaða árangur bar það?
Hér skal minnzt á nokkur atriði, sem gefa hugmynd
um þetta.
Vegir og járnbrautir eru mikil nauðsyn fyrir alla, en
lífsnauðsyn fyrir akuryrkjuþjóðir, sem hafa mikla þunga-
vöru að flytja. Vegir í Portugal voru í mjög bágbornu
.ástandi, er nýja stjórnin tók við. Þrír fjórðu hlutar þeirra
voru illfærir og þurftu gagngerða endurbót, en fjórðung-
ur þeirra talsverða. Þá þurfti og víða að breikka vegi og
byggja brýr. Allt þetta olli því, að flutningar urðu mjög
dýrir og ferðamannastraumur var sárlítill.
Framkvæmdum var hagað þannig, að skipuð var sjálf-
stæð veganefnd (junta autonoma), sem annaðist þær und-
ir eftirliti stjórnarinnar. Nefndin fékk allmikið fé til um-
ráða, 80—100 millj. esc. á ári, en undanfarandi ár var
ekki veitt öllu meira til vega en 11 millj. esc. á ári. Þetta
var framkvæmt á 7 árum (1927—33), auk almenns við-
halds á vegum:
Gamlir vegir gagngert endurbættir 4140 km.
Nýir, vandaðir vegir 970 km.
Kostnaðurinn varð um 422 millj. esc.
Árið 1926 voru nálega engir vandaðir bílvegir, en 1934
voru þeir taldir 700. Vegir þessir eru ýmist steinlagðir