Skírnir - 01.01.1938, Page 36
34
Viðreisnin í Portugal.
[Skírnir
ar, var illa haldið við, og víðast skorti nauðsynleg tæki
til fermingar og affermingar. Allt þetta gerði ferming og
uppskipun dýra og framkvæmdamönnum erfitt fyrir. En
hafnargerðir á þessum slóðum eru dýrar, og verður víða
að byggja afar langa brimbrjóta, svo að nýja stjórnin
treysti sér ekki að hefjast handa í þessu stórmáli, fyr en
fjárhagurinn væri kominn í þolanlegt lag. Rannsókn var
þó hafin 1929 og byrjað á framkvæmdum 1931. Síðan
hefir verið kappsamlega unnið að hafnagerðum. Ráðgert
er að gera alls 12 stórar og vandaðar hafnir. Af þeim voru
2 fullgerðar eða því sem næst 1934, en verið að vinna að
8 höfnum. Kostnaður við allt þetta var þá orðinn 295
millj. esc. eða 59 millj. króna. Að sjálfsögðu varð að nota
lánsfé. Þannig var tekið 100 millj. esc. lán til hafnagerða
1930.
Jarðrælct og sveitabúskapur1) er aðalatvinnuvegur
Portugala. % landsbúa lifa af búskap. Hvað hefir svo
verið gert fyrir bændur og hverjar ráðstafanir gegn krepp-
unni?
Furðu margt hefir verið gert. Það má heita, að allt land-
ið hafi verið rannsakað, og áætlanir gerðar um nauðsyn-
legar endurbætur.
Þess er áður getið, að stór landsvæði sunnan til í land-
inu (um 48000 ferkílóm.) eru illa fallin til ræktunar vegna
þurrka. Svo er og víðar. Mikið hefir verið unnið að því
að veita vatni á slík svæði og breyta þeim í frjósamar ný-
býlasveitir, hindra uppblástur o. s. frv. Aftur hafa láglend
foræði sumstaðar við ströndina verið skorin fram og
þurrkuð. Þau breytast þá í nýbýlasveitir, eins og á ítalíu.
Svo virðist sem eftirsókn sé mikil eftir nýbýlum, jafnvel
hjá borgabúum.
Búskapur og jarðrækt í Portugal er fremur gamaldags
og jarðir mjög smáar yfirleitt. Kapp hefir verið lagt á
að kenna bændum nýtízku ræktunaraðferðir og að nota
tilbúinn áburð. Framleiðsla hefir og aukizt, sérstaklega á
hveiti og hrísgrjónum. Mikið hveiti hafði áður verið flutt
frá útlöndum, en 1932 var landið orðið sjálfbjarga að