Skírnir - 01.01.1938, Síða 39
Skírnir]
Viðreisnin í Portug'al.
37
landið eignazt mikinn stjórnmálamann á öllum sviðum,
mann, sem þar á ofan gat skapað nýjan hugsunarhátt hjá
öllum þorra manna og gefið landinu nýja stjórnarskrá
(1933), sem sýnist fara hyggilegan meðalveg milli ein-
ræðis og lýðræðis.
Hvað er svo títt um þennan afreksmann? Hann er son-
ur fátæks bónda, erfði kotið eftir hann og dvelur þar
hvenær sem hann á frístund. Þótt efnin væru lítil, gekk
hann skólaveginn, komst í álit fyrir lærdóm sinn og varð
síðar prófessor í fjármálafræði við háskólann í Coimbra.
Hann varð brátt kunnur vísindamaður, en annars var
hann fálátur maður og fáskiptinn, alvörugefinn og trúað-
ur (kaþólskur), sparsamur og lifði á mjög einfaldan hátt.
Við stjórnmál fékkst hann ekki. Þó var hann eitt sinn kos-
inn á þing (1921), en hann sat aðeins á einum þingfundi
°g lagði ekkert til málanna, sneri síðan heim og sagði af
sér þingmennskunni. Sagðist hann ekki geta hlustað á
þetta þýðingarlausa málæði.
Til þessa manns snéri stjórnin sér, þó að ekki ætti hann
sæti á þingi. Hann vann ósleitilega að því fyrstu fjögur
árin að koma fjármálunum á réttan kjöl, og að þeim tíma
loknum sagði hann af sér. Forsetinn fékk hann þó til að
starfa áfram og var hann nú gerður að forsætisráðherra
(1932) og hafði því nær alræðisvald. Tveim árum síðar
hafði stjórnarskrá verið samþykkt með alþjóðaratkvæði
og forseti lýðveldisins kosinn samkvæmt henni. Nú var
uht komið í löglegt horf og Salazar sagði af sér, en það
varð þó úr, að hann hélt áfram og hefir verið forsætisráð-
herra síðan, en farið með fjármálin eins og áður.
Próf. Salazar breytti ekki háttum sínum, þótt hann yrði
váðherra. Hann lifir jafn óbrotnu lífi og áður, býr í lítilli
íbúð og er sparsamur eins og fyrr. Hann er sívinnandi,
sést sjaldan og heldur ekki ræður, nema nauðsyn beri til.
Veizlur og heimboð sækir hann ekki og tekur móti fáum.
Það lýsir manninum, þó í smáu sé, að einu sinni datt
hann í stiga í stjórnarráðsbyggingunni og fótbrotnaði.
Var brotið lengi að gróa og læknirinn tók ríflega fyrir