Skírnir - 01.01.1938, Page 41
Landnám Breta í Ástralíu.
Útvarpserindi 26. janúar.
Eftir próf. A. Lodewyckx.
Árið 1874 héldu Islendingar þjóðhátíð til þess, að
minnast þess að þá voru liðin þúsund ár frá byggingu
landsins. Árið 1930 var Alþingishátíðin haldin og þess
minnzt, að þá hafði Alþingi starfað í 1000 ár.
í dag halda Ástralíumenn hátíð og minnast þess, að
nú eru liðin hundrað og fimmtíu ár, frá því að hvítir
Kienn námu þar land, og 26. janúar er almennur hátíðis-
dagur í Ástralíu á hverju ári, og nefndur landnáms-
dagur.
Það er langt frá Islandi til Ástralíu, og vegna þess að
fáir Islendingar hafa komið þangað, og aðeins 1 eða 2 setzt
Þar að, svo mér sé kunnugt, þá munuð þið ófróðari um all-
ar ástæður þar, en í Norðurálfu og Ameríku. — En minna
Vlta þó Ástralíumenn um ísland. Svo eg nefni aðeins
eitt átakanlegt dæmi, þá var það eitthvað fyrir rúmu
ari, að prestur nokkur bað mig um að flytja erindi fyrir
soknarbörn hans. Hann lét mig sjálfráðan um efnisval-
^ð. Eg spurði hann, hvernig honum litist á fyrirlestur
um Island. — „Það er víst ágætt“, sagði hann, „það er
allt suðurheimsskautssvæðið, er ekki svo?“
Mér er kunnugt um það, að Islendingar vita ólíkt
betri deili á umheiminum og ástæðum erlendis, en al-
wenningur í Ástralíu. Eins og ykkur er öllum kunnugt,
er Ástralía mikið land, nálega jafnstórt og öll Norður-
alfan eða Bandaríkin í Norður-Ameríku. Þá vitið þið