Skírnir - 01.01.1938, Page 42
40
Landnám Breta í Ástralíu.
[Skírnir
líka, að þar er mikil fjárrækt, og ullin ágæt merino-ull;
að þar er mikil hveitirækt og margar afurðir aðrar. Þar
eru og miklar borgir svo sem Melbourne og Sydney,
sem hafa yfir eina milljón íbúa hvor um sig.
En fyrst það er nú hálfrar annarar aldar afmælisdag-
ur Ástralíu í dag, þá fýsir ykkur ef til vill að heyra
nokkuð fleira sagt frá upphafi landnáms í Ástralíu og
sögu þess. Og eg er þakklátur íslenzka útvarpsráðinu
fyrir það, að gefa mér tækifæri í dag til þess að fara
nokkrum orðum um þetta í áheyrn alþjóðar.
Hollendingar fundu, fyrstir hvítra manna, meginland
Ástralíu snemma á seytjándu öld; en norður- og vestur-
ströndin, sem þeir könnuðu, sýndist lítt byggileg, enda
hefir verið lítið um landnám á þessum slóðum fram til
þessa dags.
Árið 1642 fann hinn mikli, hollenzki landkönnuður
Tasman eyland mikið sunnan meginlandsins og nefndi
það Van Diemensland. Síðar varð það nefnt Tasmania
eftir Tasman. Hann fann einnig Nýja Sjáland. Ekki
leiddu þessir landafundir til neins landnáms.
Austurströnd meginlandsins fannst ekki fyrr en 1770.
Hún var þá könnuð og henni vandlega lýst af Cook, hin-
um víðförla enska farmanni.
Þessi langa strönd, sem er um 3000 ltm. á lengd, var
nefnd Nýja-Suður-Wales, því að landslag þar við strönd-
ina var ekki ósvipað landslagi í Suður-Wales á Bret-
landi. Hér var landið miklu byggilegra, og lýsing Cooks
og félaga hans á því og landkostir þar voru vel til þess
fallnir að vekja athygli og hvetja menn til þess að stofna
þar nýlendu. Veðrátta var þar ágæt, jarðvegur frjósam-
ur og úrkoma nægileg. Víðlendir frumskógar þöktu
hæðir og fjallahlíðar. Jurtagróðurinn var kynlegur o£
ólíkur því, sem gerist í Norðurálfu. Flestar trjátegundir
og margir runnar og jurtir voru ókunnar annars staðar
á hnettjnum. Grágrænu blöðin á sígrænu eucalyptus-
trjánum eru ekki eins litfögur í augum aðkomumanna
og fagurgrænu túnin á íslandi eða birkirunnarnir