Skírnir - 01.01.1938, Page 45
Skírnir]
Landnám Breta í Ástralíu.
43
1788, fyrir réttum 150 árum, og lýsti því hátíðlega yf-
ir, í nafni hans hátignar konungsins, að nýlendan væri
stofnuð. Presturinn hélt síðan ræðu, og að henni lokinn,i
var brezki þjóðsöngurinn sunginn og skotið af fallbyss-
um, í viðurvist allra foringja, hermanna, sjómanna og
fanga.
í þessum fyrsta fangaflutningi voru 550 karlar og
200 konur. Hinn mikli mismunur á tölu karla og kvenna
var óheppilegur fyr.ir mannfjölgun, og því fremur, sem
margar af konunum voru óhæfar til þess að verða sóma-
samlegar húsmæður.
Eins og þið getið ímyndað ykkur, áttu fangarnir þarna
aumlega æfi. Þeir voru dæmdir til þrælkunarvinnu og
hafðir í járnhlekkjum. En þegar hegningarvistin var á
enda, var þeim leyft að setjast að sem frjálsum mönn-
um, og sumir af þeim urðu góðir borgarar. Því má ekki
heldur gleyma, að margir af þeim voru fátækir vesaling-
nr, sem höfðu verið dæmdir til útlegðar fyrir afbrot,
sem á vorum dögum mundu ekki þykja stórvægileg,
d. höfðu sumir stolið brauði, kind eða kanínu. Sumir
voru pólitískir fangar. Meðferð þeirra í fangelsum
stjórnarinnar hlýtur að hafa verið mjög ill. Stundum
v°nu þeir leigðir einstökum mönnum, sém fóru, ef til
vill, betur með þá og gáfu þeim nokkru meira frelsi.
En það komu líka frjálsir landnemar til Ástralíu, og
þeir voru oft af beztu ættum í móðurlandinu. Marg.ir
foringjar, hermenn og opinberir starfsmenn, sem hættu
störfum í hernum, settust að í nýlendunni, og gaf stjórn-
ln þeim oft mjög ríflegar jarðir. Þannig fjölgaði frjálsa
^ólkinu óðum, svo að smám saman komst á reglubundið
°g skipulegt þjóðfélag.
Þegar frá upphafi nýlendunnar hóf stjórnin akur-
y^kju, eins og tíðkaðist í Norðurálfu, kúarækt, vínrækt
o- s- frv. En slíkt hafði ekki þekkzt í Ástralíu áður.
Eyrstu árin gengu þessar tilraunir erfiðlega. Þetta jeiddi
til þess, að fólkið lenti stundum í mestu neyð, er skip-
ln, sem fluttu birgðir að heiman, komu ekki á réttum