Skírnir - 01.01.1938, Side 46
44
Landnám Breta í Ástralíu.
[Skírnir
tíma, en þetta var eltki sjaldgæft á þeim ófriðartímum,
sem þá stóðu yfir. íslendingar þekkja það af eigin
reynslu, hverju það varðar að fá ekki nauðsynjavörur
fluttar á réttum tíma.
Einn af merkustu mönnunum á þessum fyrstu árum
var J. Macarthur. Hann var foringi í Nýja-Suður-Wales-
liðinu, en hættur störfum. Hann var ríkur fjárbónd.i og
átti miklar jarðeignir. Nokkuð af fé hafði verið flutt til
Ástralíu með fyrsta skipaflotanum 1788. Kindurnar
voru taldar 1. maí, þrem mánuðum eftir að þær komu,
og voru þær þá 29. Sjö árum síðar voru kindurnar 900.
Það var um þessar mundir, árið 1797, að J. Macarthur
flutti inn fáeinar ágætar kindur frá Góðrar-Vonarnöfða.
Meðal þeirra voru 3 hrútar og 5 ær af ágætu spönsku
kyni. Hafði Spánarkonungur gefið hollenzku stjórninni í
Suður-Afríku kindur af þessu kyni. Þannig fluttist þetta
fræga merínófé til Ástralíu, og varð það hin mesta auðs-
uppspretta fyrir landið. Þess má þó geta, að merínófé hef-
ir einnig verið flutt til Ástralíu frá Þýzkalandi. Nú eru
hér um bil 120 milljónir fjár í Ástralíu, eða 17 á hvert
nef. Á íslandi munu 6 kindur koma á hvern íbúa.
Eg verð nú að geta um aðrar nýlendur, sem stofnaðar
voru í Ástralíu auk Sydney-nýlendnanna.
Árið 1803 var stofnuð nýlenda á Van Diemenslandi,
sem nú heitir Tasmania. Þetta er nýlendan, sem Jörgen
Jörgensen var fluttur í árið 1825, en eins og þið vitið,
hafði hann verið „verndari og hæstráðandi til sjós og
lands“ á íslandi 1809, og var nefndur „Jörundur hunda-
dagakonungur". Hann starfaði um tíma sem skrifstofu-
maður á stjórnarskrifstofu í Tasmaniu, en féll það starf
illa. Hann var síðan nokkur ár lögreglumaður í sveitahér-
aði, og átti að vernda bændur fyrir árásum villimanna,
fanga, sem sloppið höfðu, og öðrum ræningjum. Þetta
starf átti vel við hann, og þessi ár munu hafa verið
ánægjulegasti hlutinn af æfi hans. Hann ritaði þá æfisögu
sína og bók um stjórnskipulag nýlendna. Mælir hann þar