Skírnir - 01.01.1938, Síða 47
Skírnir]
Landnám Breta í Ástralíu.
45
með sjálfstjórn nýlendnanna. Hann dó í Tasmaniu árið
1845 (sama árið, sem Alþingi var endurreist á íslandi).
Aðrar nýlendur, stofnaðar fyrir rúmlega 100 árum, eru
Queensland (1824), Vestur-Ástralía (1827), Victoria
(1834) og Suður-Ástralía (1836). Höfuðborg Victoria-
fylkis er Melbourne, stofnuð 1834.
Suður-Ástralía var eina nýlendan í Ástralíu, sem slapp
við innflutning fanga frá Englandi. Fangaflutningarnir
Voru mikið æsingarefni í áströlsku byggðunum á fyrri
hluta 19. aldar. Mönnum þóttu þeir mikil vansæmd og
i'anglæti gagnvart friðsömu, heiðvirðu fólki í nýlendun-
um. Fjöldi funda var haldinn, félög stofnuð til þess að
vinna móti fangaflutningum og mótmæli send til Lund-
úna. Um miðja 19. öld varð enska stjórnin að láta undan
öllum þessum mótmælum, og úr því tók fyrir fangaflutn-
ing til flestra byggða. Síðustu fangarnir voru fluttir til
Vestur-Ástralíu árið 1868.
Þið hafið ef til vill heyrt það sagt, að óráðlegt sé að
spyrja Ástralíumann, hver afi hans hafi verið; vegna þess
þetta gæti komið sér illa, því sennilega hafi hann verið
afbrotamaður. Þessa sögu skuluð þið ekki taka í fullri
ulvöru. Að vísu sjást nokkur mannvirki, sem minna á
hðinn tíma, til dæmis skuggaleg fangelsi og aðrar bygg-
ingar í Port Arthur í Tasmaníu. En síðustu leifar þessa
íangalýðs sjálfs, sýnast fyrir löngu horfnar úr þjóðfé-
laginu og gleymdar; svo hvergi hefi eg hitt Ástralíubúa,
sem hikar við að tala um forfeður sína. Enda er þar minna
uni glæpi nú á tímum en í flestum löndum.
Þá var annar viðburður, sem kom öllu í uppnám á miðri
19- öld, nefnilega hinir miklu gullfundir. Þetta var árið
1851, að menn fundu auðugar gullnámur, nálega samtímis,
hæði í Victoria fylki (þar sem Melbourne er höfuðborg),
°g í Nýja Suður-Wales(þar sem Sidney er höfuðborg). Gull-
æði gveip allan þorra manna. Þúsundum saman yfirgáfu
ttienn heimili sín, fjölskyldur og dagleg störf, til þess að
leita hamingjunnar á gullsvæðunum. Útlendingar streymdu
emmg til landsins um þessar mundir, úr öllum heimsins