Skírnir - 01.01.1938, Síða 51
Sögusnið.
Eftir GuSm. Finribogason.
Þegar vér lesum sögu hugfangnir, hvort sem hún á að
vera „sönn“ saga eða skáldsaga, þá gerum vér oss sjald-
an grein fyrir því um leið, hvað það er, sem teygir oss
ósjálfrátt lengra og lengra áfram í sögunni. Oftast mun
oss finnast það vera „söguefnið“ sjálft, það sem sagt er
frá. Vér verðum forvitnir, oss langar til að vita, hvernig
þetta gengur, hvað úr því verður, hvernig sagan fer. Vér
gfeymum því þá um stund, að sama söguefnið, allar sömu
aðstæður og sömu viðburðir hefðu ef til vill orðið leiðin-
leg, ef meðferðin hefði verið önnur, höfundurinn sagt
ögn öðruvísi frá. Ef til vill gætum vér ekki einu sinni sagt
það í fljótu bragði eftir á, hver aðferð höfundarins var,
hvaða „háttur“ eða „snið“ var á sögunni. Vér höfum les-
ið hana án þess að veita því sérstaklega eftirtekt. Vér
Wundum jafnvel komast að raun um, að oss vantar góð
orð á íslenzku um margt, sem hér kemur til greina, af því
að ekki hefir verið ritað um þetta efni annað en lausar
athugasemdir hér og þar á stangli. Lítum fyrst á það
sögusniðið, sem oss er kunnast frá barnæsku, sögusnið
beztu íslendinga sagna og Heimskringlu Snorra. Það
snið er sem gert eftir frumdráttum lífsreynslunnar sjálfr-
ar. Vér kynnumst heiminum af því að skynja hann, af
sjón og heyrn og áþreifingu, af ilm og bragði. Vér kynn-
umst mönnum af útliti þeirra, svip, látbragði, athöfnum,
og af því, sem þeir segja. Af þessu ráðum vér sálarástand
Þeirra, hugsanir og hvatir, viðhorf og viðleitni. Það virð-
4