Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 54
52
Sögusnið.
[Skírnir
þessi eina setning, sem höfð er eftir honum. Hún endur-
kveður í brjósti hvers manns, sem veit, hvað drengskap-
ur er, og allar aðrar skýringar eru óþarfar.
Vér gætum ef til vill nefnt þetta sögusnið reyndarsnið-.
ið, af því að lesandinn stendur þarna gagnvart því, sem
gerist, líkt og reyndinni sjálfri. Það gefur sögunni veru-
leikablæ, af því að höfundarins gætir þar ekki. Vér treyst-
um frásögninni ósjálfrátt betur, þegar vér verðum þess
hvergi varir, að höfundurinn hafi „litað“ hana með skýr-
ingum sínum og tilgátum. Þar sem vér erum sjálfir látn-
ir um það að skilja sambandið, fáum vér ánægjuna af
því að ráða þær gátur, sem fólgnar eru í því, sem gerist
í sögunni. Það heldur oss vakandi og starfandi. Af því að
frásögnin er hlutlaus, leggur engan dóm á það, sem ger-
ist, verður viðbragð lesandans frjálst og eðlilegt og ómeng-
að af dómi annara. Þær tilfinningar, sem sögumaðurinn
lét ekki fá framrás í orðum, losna nú úr læðingi í brjósti
lesandans. Frásögnin hefir spennt bogann, lesandinn fær
að skjóta örinni. Og af því að þarna eru engar málaleng-
ingar, hugleiðingar eða skýringar, verður gangur sögunn-
ar hraðari og hrífur mann með. Hún er eins og kvikmynd
án skýringa og gagnstæð sumum myndum frá miðöldum,
þar sem letraðir seðlar hanga út úr munni persónanna, til
þess að skýra hvað þeim er niðri fyrir.
Því átakanlegra sem söguefnið er í sjálfu sér, því bet-
ur á þetta snið við. Það getur og frábærlega vel birt
breytni manna með fullmótuðu skaplyndi og þeirra, er
láta leiðast af eðlishvötum sínum. Erfiðara verður það,
þegar þarf að lýsa sálarstríði manns, er stendur á kross-
götum, baráttu einnar hvatar við aðra, hugleiðingum,
kvíða eða sárum endurminningum. Og þó getur þetta að
vísu allt komið fram í þessu sögusniði: í samtali manns
við annan, í ræðu, sem hann flytur, eða í bréfi, sem hann
ritar. En aðaleinkenni sniðsins er, að sögumaðurinn kem-
ur þar hvergi fram, en sagan segir sjálf og segir það eitt,
er vottar gátu vitað.
íslendingar hreinræktuðu þetta sögusnið mörgum öld-