Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 55
Skírnir]
Sögusnið.
53
um áður en aðrar þjóðir og í því eru þær sögur ritaðar,
sem mestum ljóma hafa orpið á þjóð vora. Höfundar vorir
ættu því að vera kjörnir til þess að sýna, hve mikið það
getur rúmað af því, sem nútíðarmenn þurfa að láta í ljós_
Þyki þetta sögusnið leggja bönd á höfundinn, þá er
þess að minnast, að hver stíll, snið eða háttur er slík bönd
og að listin er einmitt í því fólgin, að geta frjáls farið ferða
sinna þrátt fyrir þau, eins og leikdansmærin er létt í svifi,
þó að fótaburður hennar sé bundinn ströngum reglum og
allt annað en hversdagslegur seinagangur. Einmitt erfið-
leikar háttarins knýja fram hugkvæmni og ráðsnilld lista-
mannsins og gera verk hans oft frumlegra og magnaðra en
það hefði orðið, ef hann hefði valið þann háttinn, sem
honum fannst fyrirhafnarminnstur. Hafi miðlungsmenn
og leirskáld nokkurn tíma ort góða stöku, þá er það segin
saga, að hún hefir verið undir dýrum hætti, er dró af þeim
slenið. Líkt er um reyndarsniðið. Þegar höfundur bindur
sig við það, verður hann að beita miklu meiri gerhygli, til
að gefa lesöndum sýn inn í huga sögupersónanna, heldur
en sá, sem undir eins segir með sínum orðum það, sem
fram fór í huga þeirra, eins og hann læsi það allt á bók.
í raun og veru þarf ekki að víkja frá reyndarsniðinu,
Þó að sögumaðurinn hafi sjálfur átt þátt í viðburðunum
°S segi jafnframt frá hugsunum sínum og tilfinningum,
Því að hann er jafn órækur vottur um þær og um hitt, sem
hann sér og heyrir. Það færir atburðina enn nær manni,
Þegar sögumaðurinn hefir sjálfur verið með og lýsir áhrif-
unum, sem orð og atvik höfðu á sjálfan hann. Ágætt dæmi
slíkrar sögu er „Þegar ég var á fregátunni" eftir Jón
Trausta, en þá sögu tel eg fyrir mitt leyti snjöllustu smá-
sÖgu, sem eg þekki á íslenzku og þótt víðar væri leitað.
Sögumaðurinn hefir sjálfur verið með í förinni. Hann
segir ekki frá neinu nema því, sem hann sá og heyrði,
fann til og hugsaði, persónurnar birtast oss í orðum og
athöfnum, sínum eða annara, og það, sem hann segir frá
fyi’ri æfi Hrólfs gamla, er eftir sögusögn hásetanna, sem
íneð honum voru. Eini staðurinn í sögunni, þar sem frá