Skírnir - 01.01.1938, Síða 56
54
Sögusnið.
[Skírnir
þessu virðist vikið, er lýsingin á fregátunni, sem Hrólf-
ur var á í huganum, meðan hann stýrði bát sínum, en sú
lýsing er ekki annað en það, sem sögumaðurinn og þeir,
sem með honum voru í bátnum, gátu lesið út úr því, sem
karlinn ruglaði við sjálfan sig.
Enn eitt skref lengra í sömu átt er það, þegar sögu-
maðurinn segir frá persónu, sem aftur segir honum sögu
af öðrum mönnum. Dæmi þess er t. d. „Strandið á Kolli“,
eftir Jón Trausta. Það er líka prýðilega samin saga. Sögu-
maðurinn er þar í fiskiróðri í glaða sólskini og sagan
hefst á náttúrulýsingu. Bátsmennirnir hafa fengið sér
blund á þóptunum meðan lóðin liggur — allir nema sögu-
maðurinn, sem á að halda bátnum í horfinu, og gamall
karl, sem af góðsemd vakir með honum og segir honum
sögu af atburði, sem gerzt hafði á þessum slóðum fyrir
mörgum árum. Þessi skipan leiksviðsins gerir söguna fjöl-
breyttari en ella mundi, því að karlinn er sjálfur persóna,
sem gaman er að kynnast, og atburðurinn, sem hann seg-
ir frá, speglast skemmtilega í svipbrigðum hans og orða-
lagi og frásögnin fær af því aukið líf og gildi. En reyndar-
sniðinu er hér haldið enn. Sögumaðurinn lýsir aðeins því,
sem ber fyrir augu og eyru, og karlinn segir söguna á
sama hátt um hinn liðna atburð og það, sem stóð í sam-
bandi við hann.
Lítum svo á söguna „Á fjörunni“, eftir Jón Trausta.
Þar er að nokkru leyti enn annað snið. Sagan segir frá
gömlum karli, Sigmundi vökumanni, sem á að vaka yfir
varpi fagra vornótt, verður hrifinn af náttúrufegurðinni
umhverfis sig, andinn kemur yfir hann og hann fer að
yrkja magnaða rímu, þar sem varpeyjan er kóngsríkið,
en hann sjálfur landvarnarmaður, er ver það fyrir alls
konar illþýði. Hann verður svo gagntekinn af andagift-
inni, kveðskapurinn vellur upp í sálu hans í svo stríðum
straumum og með slíkri orðgnótt og kynngi kenning-
anna, að hann veit ekki í þennan heim, og tófan kemst í
varpið. Reyndarsniðinu er haldið, nema þar sem höfund-
urinn segir frá kveðskapnum. Þar segir hann frá hugs-