Skírnir - 01.01.1938, Page 57
Skírnir]
Sögusnið.
55
unum karlsins, meðan hann var að yrkja, og þó ekki með
orðum hans, heldur reifar málið, segir frá yrkisefninu,
kenningunum, sem karlinn notar, bragarhættinum o. s.
frv., en vér fáum ekkert af rímunni sjálfri. Þarna yfir-
gefur höfundurinn reyndarsniðið í bili, segir með sínum
orðum frá því, sem karlinn einn var til vitnis um og eng-
inn gat vitað um, nema hann segði frá því. Og í sögulok-
in kemur það í ljós, að karlinn hafði sjálfur, þegar hann
var harkalega vakinn úr skáldavímunni, steingleymt öllu
því, sem hann var búinn að yrkja. Svo að sögumaðurinn
virðist þarna vita öllu meira um það, sem fram fór í huga
karlsins, en hann hefði sjálfur getað sagt frá. Að því
slepptu hefði höfundurinn annars getað haldið sér við
reynslusniðið söguna á enda. Hann hefði þá að vísu orð-
ið að láta karlinn sjálfan lýsa því, sem fram fór í huga
hans, meðan hann var að yrkja. Og einmitt í orðalagi
karlsins sjálfs hefði hann getað látið eðli hans og einkenni
koma fram. En sagan er raunar ágæt eins og höfundur-
inn hefir gengið frá henni.
Þetta, sem eg nú drap á, að söguhöfundurinn segir frá
því, sem fram fer í huga sögupersónanna, eins og hann
sæi beint inn í huga þeirra, hefir alllengi verið mikil tízka
í skáldsagnaritun, og stundum eru stuttar sögur að mestu
leyti gerðar með þessum hætti. Orðalagið er þá oft óbeint,
þ- e. a. s. hugsanir persónunnar eru ekki settar fram eins
og hún talaði við sjálfa sig og í nútíð, heldur í þriðju per-
sónu og í fortíð. Dæmi slíkrar sögu er t. d. „Fyrirgefn-
ing“, eftir Einar H. Kvaran. Það er saga um litla, mun-
aðarlausa stúlku, sem húsmóðirin hefir verið ósköp vond
við. Gamla konan liggur nú á líkbörunum og Sigga litla
byltir sér í rúminu og getur ekki sofnað, af því að hún er
svo hrædd um, að kerlingin hljóti að fara illa, og sagan er
um hugrenningar barnsins, unz hún læðist upp úr rúm-
inu og leggur Passíusálmana ofan á hendurnar á líkinu,
til þess að ljóti karlinn komist ekki að því. Tökum t. d.
þennan kafla:
,,En að hún færi nú og gæfi henni Ólöfu brúðuna, léti