Skírnir - 01.01.1938, Page 58
56
Sögusnið.
[Skírnir
hana í kistuna til hennar, fyrst hana hafði langað til að
eiga hana . . . Þá gat vel verið, að hún gæti betur sofnað
í vonda staðnum . . . Ekki veitti henni af að geta sofnað,
aumingjanum . . . Henni var velkomið að fá brúðuna.
Nei, nei . . . brúðuna! . . . Gefa henni Ólöfu brúðuna!
. . . Láta brúðuna sína í blárauðar, stóru hendurnar á
henni . . . Og láta hana fara með hana í vonda staðinn
og vera þar vonda við hana . . . Nei, það gerði hún aldrei.
Það var ekki heldur til neins. Henni Ólöfu þótti ekkert
gaman að brúðu. Hún gat ekkert betur sofnað, þó að hún
hefði brúðu. Hana langaði ekkert til að eiga brúðu. Hún
ætlaði bara að slíta utan af henni fötin og rífa hana alla
sundur, til þess að bæta með henni föt.
Og Sigga litla vafði brúðunni upp að sér fastara en
iiokkru sinni áður.
En hvað átti hún að gera?“ o. s. frv.
Eins og menn sjá, koma hugrenningar barnsins þarna
mestmegnis fram í þriðju persónu og fortíð. Maður sér
á sambandinu, að þetta eru hugsanir barnsins og orðalag-
ið er líka að nokkru leyti barnslegt. Vér sjáum jafnframt,
að höfundurinn snýr umsvifalaust yfir í beina frásögn,
þegar hann skýrir frá því, sem Sigga litla gerði. Gott
dæmi sömu aðferðar er t. d. þetta í sögunni „Sætleiki
syndarinnar", eftir Guðmund Hagalín:
„Hún greip hendinni í borðið — og svo læddist hún
fram að dyrunum. Þar stóð hún nokkur augnablik og
hlustaði. Síðan opnaði hún gætilega og þokaði sér í átt-
ina til búrdyranna. Nú rak hún sig á eitthvað, sem skröngl-
aði í. Það var fötuóhræsi, sem hún hafði sett þarna frá
sér! Bara að . . . að Bjarni heyrði nú ekki hávaðann og
kæ-æmi . . . og þá . . . Hún stóð grafkyrr og hélt niðri í
sér andanum. Svo greip hún í snerilinn á búrhurðinni,
opnaði og fór inn.
Ekki kveikja, ekki kveikja! Hún þreifaði sig áfram,
þuklaði og þuklaði um hillurnar. Nú varð fyrir henni eitt-
hvað hnöttótt og eins og svolítið hrjúft utan. Jú, jú. Þetta
var blóðmörskeppur . . . eða það hélt hún“, o. s. frv.