Skírnir - 01.01.1938, Page 60
Endurminnmgar frá ísaárunum
1880—86.
Eftir Guðmund Friðjónsson.
Þeim mönnum fækkar smám saman, sem muna frosta-
Teturinn mikla og ísaárin, eða kunna frá þeim tíðindum
að segja, er þá gerðust, þannig að áhorfendabragur sé á
frásögnunum. Eg, sem þessar línur rita, varð svo frost-
bitinn að tilstuðlan frostavetrarins mikla, að mig kular
í nögl fingra og táa, eftir hart nær 60 ár, þegar eg renni
huganum til þessa fimbulvetrar og fylgifiska hans. Þetta
er eigi þess vegna mælt, að mér þyki slægur í að halda á
lofti kveinstöfum. En þegar um fræðigreinar er að tefla,
er fullorðinsaldri hneisulaust að leita eftir endurminn-
ingum til barnæsku.
Það er í aðra röndina fróðlegt að halda á lofti harð-
inda frásögnum. Og í hina röndina nauðsynlegt til ábend-
ingar þeim barnaskap, sem telur sjálfum sér trú um, að
nú sé eigi framar voðavetra von, af því að straumar, sem
að landinu liggja, séu breyttir til batnaðar. Það er hé-
gilja, að náttúra lands vors og lagar hafi tekið stakka-
skiptum nýlega. Hún er sú sama, sem verið hefir frá land-
námstíð. Góðir vetur og vondir hafa jafnan vegið salt.
Valbrá (sólblettir) hafa ávallt verið á kinn sólar öðru
hvoru, svo sannarlega sem það er víst, að óáran í mann-
fólkinu er eigi ný bóla. En sólblettir eru af sumum mönn-
um taldir orsök harðinda.
Þannig var í pottinn búið frá náttúrunnar hálfu, áður
æn frostaveturinn sýndi sig, að veturinn næsti á undan