Skírnir - 01.01.1938, Síða 61
Skírnir] Endurminningar frá ísaárunum 1880—86.
59
var frábærlega mildur. Eg heyrði gamla menn tala um
það með brosandi aðdáun, að grænhöfðaandir voru um
sumarmál setztar á egg. Það þótti þá frábær nýlunda. Þá
þótti það miklum tíðindum sæta í minni sveit, að „farið
var í selinn“ fyrsta þriðjudag í sumri, þ. e. a. s. veiddur
landselur í Skjálfandafljóti með þeim hætti, að staðið var
þvert yfir fljótið fyrir selnum og nætur látnar berast að
fylkingunni. Hálfan dag þarf að standa í álnum. Svo hlýtt
var orðið.í bergvatni jökulstraumsins og svo snjólaust á
fjöllum og öræfum, að þessari veiðiaðferð varð við kom-
ið, sem annars var um hásumar gerð — meðan selur var
í Fljótinu.
9 selir veiddust í þetta sinn. Eg fékk að fara í þessa
ferð — til að horfa á, og töluðu gömlu mennirnir um
þetta svo sem dæmalausan viðburð.
Sumarið, sem nú fór í hönd, er enn í dag kallað „hita-
sumarið mikla“, þegar gamlir menn minnast á það. Norð-
anlands a. m. k. var sífelld sunnanátt, hæg og blíð; sól-
skin í fullu veldi eða þá kyrrviðra-slím (blika) í lofti. Hit-
inn var svo mikill, að varla mátti vinna fyllilega heyverk.
Allt gras þornaði jafnóðum sem slegið var og fékk ilm og
angan, gullgrænt.
Það vakti athygli margra á þessu sumri, hve rjúpur
voru nærri bæjum og gæfar. Fólk gerði sér til gamans að
reka rjúpnahópa að fjárhúsadyrum. Ungamóðirin, sem
hafði forsjá unganna „með höndum“, flaug þá fyrst, er
kreppt var að hópnum við fjárhúsadyr.
Þá þótti það einnig nýlunda, hvernig mýs höguðu sér
út um hagana. Víðsvegar gat að líta moldarhrúgur, þar
sem mýslur höfðu grafið sig djúpt inn í þúfur eða hæðir.
Dyngjur músanna voru í botni ganganna. Eg komst inn
í þessar dyngjur með aðstoð stunguspaða — og blygðast
mín nú fyrir að hafa raskað ró þeirra umkomuleysingja.
Þetta hátterni músanna bendir til þess, að þær hafi vitað
á sig vetrargrimmdina. Ásókn rjúpnanna í túnin bendir
í sömu átt. Líkindi mæla með því, að dýrin séu gædd