Skírnir - 01.01.1938, Síða 62
60
Endurminningar frá ísaárunum 1880—86. [Skírnir
skilningarviti, sem flosnað er upp úr manninum eða.
visnað.
Eg hefi eigi dagbækur við að styðjast. En mér er ekki
sérlega minnisstætt haustið. Þó má drepa á það, að grös
sölnuðu síðla. Faðir minn heyjaði fram að þriðju göng-
um — þ. e. til septemberloka. Eg man, að eg flutti heim
votaband, gekk aðra leið, sat á reiðingi til baka, stóð und-
ir böggunum meðan upp var látið og hafði til þess hrygg-
inn. Þessi síðslægja, sem reyndar var græn, kom að góð-
um notum á útmánuðum og var etin „upp í mold“.
Veturinn tók til um eða eftir veturnætur að „fitja upp
á trýnið“. Flestir óskapavetur fara hægt og bítandi af
stað og landslýðnum sýna þeir eigi fullan fjandskap fyrri
en eftir hátíðir. Frostaveturinn mikli fylkti hrímþursa-
liði sínu á jólaföstu, eða fyrri. Maður, sem átti heimilis-
fang hjá föður mínum þetta ár, kom austan af Seyðisfirði
á ofanverðri jólaföstu, lagði upp á Möðrudalsheiði frá
Hjarðarhaga ásamt ungum manni, tóku stefnu á Gríms-
staði. Veður var kyrrt, þykkt loft og hörkufrost. Engan
höfðu þeir veðurvita. Veður gerði drífanda og fengu þeir
stórhríð á heiðinni; komu á harðspora, þegar á daginn
leið — mannsspor, og lágu þversum við þeirra stefnu..
Ungi maðurinn vildi elta þessa slóð, en sögumaður minn
vildi eigi. Hann vissi, að hríðin blés norðan og hélt stefn-
unni þannig, að beita vanganum í veðrið. Ungi maðurinn
skildi þá við félaga sinn, í bili, en kom til hans aftur og
lét í minni pokann. Þeir gengu fram í náttmyrkur, og þar
kom, að þeir tóku til snjóhússgerðar með skíðum sínum,.
en hvassviðrið var svo mikið, að eigi varð aðhafzt til
muna. Þá þótti þeim sem reykjarþef brygði fyrir vitin.
Þeim kom saman um að leita eftir upptökum reykjarins
og sækja í sig veðrið. Eigi man eg, hve lengi þeir gengu
á reykjarþefinn. En þar drápu þeir fæti í hríðar- og nátt-
myrkri, sem þeim virtist bæjarbust vera upp úr snjón-
um. Þeir þreifast nú fyrir og finna þekju og því næst
gluggaskans; taka nú ofan af glugganum og guða. Mig
minnir, að bæjardyrahurðin væri fennt í kaf, en með eig-